24.5.2012 | 12:47
Afgerandi vilji Alþingis.
Tillaga Vigdísar Hauksdóttur um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var felld á Alþingi í dag. 25 þingmenn studdu tillöguna, en 34 þingmenn sögðu nei. Fjórir voru fjarverandi.
__________________
Sumir þingmenn greiddu atkvæði með þjóðarhag og lýðræðisást að leiðarljósi.
Aðrir, miklu færri sem betur fer, greiddu atkvæði með flokkshagsmuni að leiðarljósi.
Þjóðin á sjálf að velja greiða atkvæði um fullbúin samning og þann sjálfsagða rétt á Alþingi Íslendinga ekki að taka af henni.
Tillaga Vigdísar felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er sorglegt að sjá ykkur ESB sinna fagna svona niðurstöðu þegar liggur fyrir andstaða þjóðar gegn þessari vitleysu. Þegar hentar ykkur talið þið um lýðræði vitandi að þjóðin var aldrei spurð hvort farið skyldi í þessa sukkför sem er aðkosta okkur milljónir og dýrmætan tíma til að gera hér eitthvað af viti. Aldrei hefur lýðræðið verið eins fótum troðið og þegar þessi ESB aðild var sett í gang. Þjóðin ekki spurð að neinu og þið fagnið vitandi af því að þetta hefði verið kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vilji þjóðar að engvu hafður. Lýðræðisást ykkar er slík, að hún hentar bara þegar ykkur hentar.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 14:27
Hefði þessi tillaga Vigdísar verið samþykkt hefði það þýtt að meirihlutin Alþingis hefði hafnað því að þjóðin tengist betur nágrönnum sínum félagslega, viðskiptalega, stjórnmálalega og menningarlega? Þessi tillaga Vigdísar Hauksdóttur var mjög vanhugsuð og til þess fallin að afla sér vinsælda.
Hún er dæmi um þau óvönduðu vinnubrögð sem stjórnarandstaðan hefur tamið sér. Í stað þess að greiða fyrir málum, sýna samvinnu í verki, koma með góðar og þarflegar ábendingar og gagnrýni og reyna að vinna með ríkisstjórninni velur hún vinnubrögð götustráksins sem er eins og illa uppalinn vandræðagemlingur.
Við þurfum sennilega öllu fremur á annarri og betri stórnarandstöðu í þessu landi en nýja ríkisstjórn. Og sá hluti stjórnarandstöðunnar sem situr á Bessastöðum mætti sitja á strák sínum sem eftir lifir embættistíma hans.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 24.5.2012 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.