Undirskrifasöfnun sem hvetur til brota á stjórnarskrá.

 Óhætt er að segja að hratt hafi bæst við undirskriftir á vefsíðunni www.kjosendur.is í kvöld þar sem þess er krafist að þing verði rofið og boðað til kosninga en nú hafa tæplega þrjú þúsund undirskriftir safnast samkvæmt því sem þar kemur fram.

___________

Hér er í gangi undirskrifasöfnun sem hvetur forseta til að ganga í berhögg við stjórnarskrá, þingræðið og allar íslenskar lýðræðishefðir.

Ætli þeir sem skrifa undir þetta viti hvað þeir eru að kvitta undir ?

Það er eiginlega lágmarksskrafa að þegar farið er af stað með undirskriftir að þar sé ekki innhald sem brýtur í bága við stjórnarskrá eins og þessu tilfelli.

Að skora á forseta að rjúfa þing er náttúrlega botnlaus og kjánaleg vanþekking á stjórnkerfi Íslands.

Svona undirskriftasöfnun er náttúrulega fullkomin markleysa.


mbl.is Tæplega þrjú þúsund vilja kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hvað segir 24 greinin í Stjórnarskránni Jón Ingi...

Þetta er náttúrulega ekki gott fyrir stuðningsmenn  Ríkisstjórnarinnar það er á hreinu en það mátti svo sem búast við þessu vegna þess að það liggur ekkert eftir þessa Ríkisstjórn annað en svikin loforð og þegar þannig er þá má alltaf búast við svona aðgerðum ef að menn hafa ekki meiri manndóm í sér en það að ljúga þurfa þeir til að fá sínu fram...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.5.2012 kl. 10:08

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ingibjörg..þú veist örugglega að þessar alhæfingar þínar eru bull

Jón Ingi Cæsarsson, 24.5.2012 kl. 10:38

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég hef rætt áður við Ástu og Rakel Sigurgeirsdóttur um að við búum við þingræði en ekki forsetaræði. Erfiðar aðstæður og óvinsæl ríkisstjórn réttlæta ekki að þingræðinu sé vikið til hliðar, og einum manni í raun falin stjórn landsins.

( Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokkins )

Jón Ingi Cæsarsson, 24.5.2012 kl. 10:57

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætli þjóðin eigi ekki meiri þörf á stjórnarandstæðu sem væri meðvituð um ábyrgð gagnvart landi og þjóð?

Mér finnst þessar uppákomur vera ansi innihaldslausar, meira um vafasamar fullyrðingar og óvandaðan málflutning. Eigum við að láta götustráka segja okkur hvað við eigum að gera?

Sennilega hafa þeir æstustu tjáð sig og skrifað undir þessa kostulegu áskorun án þess að gera sér grein fyrir hvað þeir vilja. Alla vega voru Sjallar gjörsamlega ráðalausir að finna einhverja skynsamlega leið út úr vandræðunum sem þeir voru þó manna duglegastir að koma okkur í á sínum tíma.

Er ekki loksins komið sumar hjá ykkur fyrir norðan?

Kv.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.5.2012 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 818103

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband