Eyða tugum milljóna í auglýsingar en semja ekki.

Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök atvinnulífsins vísuðu í dag kjaraviðræðum útvegsmanna og sjómanna til ríkissáttasemjara.

Samningar hafa verið lausir frá því í janúar 2011. Frá þeim tíma hafa aðilar tvisvar sinnum samið sérstaklega um hækkun á kauptryggingu og kaupliðum í samræmi við launahækkanir á almennum vinnumarkaði.

_________________

Stórmerkilegt að sjá. Útvegsmenn hafa ekki samið við sjómenn og samningar lausir í bráðum eitt og hálft ár.

Þetta eru sömu útgerðarmenn og eyða tugum milljóna í áróðursauglýsingar en semja svo ekki við starfsmenn sína.

Einhvernvegin verður talið um umhyggju þessara sömu útgerðamanna þar sem þeir lýsa því hvað þeim er umhugað um starfsmenn sína fáránleg.

Semja um lágmark en klára ekki samningana.

Mærðin í auglýsingunum er að verða hjákátlega hjáróma. 


mbl.is LÍÚ og SA vísa kjaradeilu til sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar auglýsingar minna mig á eitthvað frá sovétríkjunum fyrrverandi, það er kannski ekki svo vitlaust að bera saman fiskikónga íslands og svo elítuna sem lifði í vellystingum í sovét.. á meðan aðrir rétt skrimtu

DoctorE (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 13:37

2 Smámynd: Snorri Hansson

Það hafa allir já ALLIR rétt á að verja sinn málstað.

Snorri Hansson, 22.5.2012 kl. 13:46

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að sjómenn hefðu á síðasta ári fengið skýr skilaboð frá LÍÚ um að útgerðarmenn myndu ekki ganga frá kjarasamningi við sjómenn fyrr en komnar væru skýrar línur varðandi frumvörp um stjórn fiskveiða.

Sævar sagðist hafa virt þessa afstöðu enda þýddi lítið að ræða við menn sem ekki vildu semja. Engar viðræður hefðu því verið við LÍÚ síðan í fyrravetur. Í ljósi þessa sagðist Sævar dálítið undrandi á að því að LÍÚ og SA hefðu vísað kjaradeilunni við sjómenn til ríkissáttasemjara. Sjómenn væru hins vegar ávalt tilbúnir til að semja og myndu mæta til viðræðna um leið og ríkissáttasemjari boðaði til fundar.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.5.2012 kl. 13:58

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er spurning hvort núverandi útgerðarmenn hafi getu og efni á að stunda þessa atvinnugrein ? 

Jón Ingi Cæsarsson, 22.5.2012 kl. 13:58

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það þarf að skipta um fólk í brúnni á þjóðarskútunni, og láta siðferðis-greina þá sem eru raunveruleg rót vandans.

Þannig fæst mannúðlegt siðferðis-samfélag. Ekki skortir okkur menntað fólk til að framkvæma þá greiningu!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 14:52

6 identicon

það er rétt að benda á það að við sjómenn höfum lagt höfuð áherslu á að það verði EKKI gengið frá kjarasamningum við okkur fyrr en kominn sé niðurstaða í kvótmálinn og tryggt sé  að okkur atvinnusjómönnum séu bættar þær skerðingar sem við höfum tekið á okkur þ.e. að aukning á veiðiheimildum skili sér til baka til okkar sem tóku þær á sig.Einnig að við verðum ekki settir í þá stöðu af stjórnvöldum að þurfa að fara að bjóða í störfinn okkar. Ef stjórnvöld fara ekki að sjá að sér verðum við að geta beitt verkfallsvopninu Ég tek fram að ég á engra hagsmuna að gæta  nema verja starf mitt , heimili og fjölskyldu, hlýt að hafa fullann rétt til þess.Auk þess fer ég fram á að þú og þín skoðanasystkini beinið hatri ykkar á þessari skoðun minni gegn mér persónulega en ekki konu minni og börnum

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 14:57

7 identicon

Svona til áréttingar, Það  þarf ekki að semja um kauptryggingu. Hún er formsatriði ,  rauninni fyrirfram greitt laun. Auk þess hafa Sjómenn á smábátum þar með talið strandveiðibátum,   aldrei verið með kjarasamninga. Ef einhver dugur væri í Velferðarstjórninni  væri búið að setja þessum útgerðamönnum stólinn fyrir dyrnar og þeir sviptir veiðleyfum þar til að þeir gerðust aðilar  að kjarasamningum. Ath að landsamband smábátaeigenda og strandveiðibátaeigendur  eru ekki í LÍÚ. Ég mun ekki tjá mig meira um þetta að sinni þar sem ég verð ekki í netsambandi næstu 6-8 daga en ég hef alltaf gaman að ræða kjaramál sjómanna á vitrænum grundvelli

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 15:43

8 identicon

@1:

Málflutningur þinn er stórfurðulegur. Útgerðarmenn eru menn í rekstri, eðlilega vilja þeir ekki að sá kvóta sem þeir hafa keypt og lifibrauð sitt verða tekið af sér. Væri þér ekki nær að gagnrýna málefnalega auglýsingar þeirra en vera með svona absúrd samlíkingu? Svo er auðvitað málið að margir sjómenn munu missa vinnuna ef þetta frumvarp verður að lögum. Þeir eru kannski hluti af þessari elítu sem þú talar um? Elítan sem lifði í vellystingum í Sovét þurfti ekki að hafa fyrir sínum vellystingum, ekki þurfti hún að stunda áhættusaman atvinnurekstur og greiða af lánum, borga laun, finna markaði fyrir vörur sínar og greiða himinhá opinber gjöld.

@ Jón Ingi (4): Þú virðist efast um getu núverandi útgerðarmanna til að stunda þessa atvinnugrein. Þú ætti þá kannski að fara út í þennan rekstur? Sýna fólki hve vel myndi ganga hjá þér undir þessum nýju lögum þinna manna :-) og um leið sýna fram á kunnáttuleysi þeirra sem nú stunda þessa atvinnugrein. Þú gætir þá kennt þeim hvernig reka beri fyrirtækin með hagkvæmum hætti, ekki satt? 

Helgi (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband