Ísland er óaðskiljanlegur hluti Evrópu.

72% af heildarútflutningi sjávarafurða á síðasta ári fór á markað á evrópska efnahagssvæðinu, 8,8% fóru til Asíu og 4,9% til Afríku. Þetta kemur fram í ritinu Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2011 sem Hagstofa Íslands gefur út.

_______________

Þó þjóðernissinnar á Íslandi hamist gegn ESB og Evrópu er stærstur hluti viðskipta og menningarlegra samskipta við ESB svæðin og aðra þá hluta Evrópu sem næst liggja. Þar mennta flestir íslendingar sig og þangað leita landsmenn til vinnu og búsetu.

Ísland er í Evrópu þó svo allt of margir stundi öfgakenndan áróður gegn þeirri staðreynd.

72% sjávarafurða fara á Evrópumarkað og enginn markaður kemst nærri því að vera svipaður.

Í dag er meginhluti fiskafurða fluttur út sem hrávara því Ísland hefur ekki aðgang að innri mörkuðum með fullunna vöru.

Það væri einn af stóru kostum aðildar að fá tollfrjálsan aðgang með unnar fiskafurðir. Það myndi auka vinnu heima á Íslandi og stórauka verðmæti útflutnings..

Ef þrögsýnin og fordómarnir gegn ESB gera það að verkum að stór hluti landsmanna vegur hvorki né metur kosti þess að verða hluti af Evrópu með formlegri aðild að samtökum Evrópuþjóða.


mbl.is 72% á markað í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við fáum heldur kaldar kveðjur frá mörgum löndum í ESB.
Englendingar, Skotar, Írar og Hollendingar vanda okkur ekki kveðjurnar.

Hvað er hrávara?  Er það hrár fiskur?  Eru þínar hugmyndir um fullunninn fisk að búa til bollur úr fisknum og hella sósu yfir?  Ég hefði gaman af því að heyra hvernig þú ætlar að fá meira verð fyrir fiskinn en fersk og fryst fiskflök eða saltfisk.

Þú hefur ekki hugmynd um hvaða markaði íslenskur sjávarútvegur hefur aðgang að, nú þegar seljum við frosinn fisk til Marks og Spencer - einnar stærstu matvælakeðju breta, fjölda veitingahúsakeðja um allt bretland o.s.frv.  Hvaða markaði ertu að tala um með fullunninn fisk?  Þetta er innantómt ESB áróðurs gaspur hjá þér.

Það eina sem ríkisstjórnin vinnur að núna er að knésetja íslenskan sjávarútveg, eyðileggja samkeppnishæfni hans og eyða þar störfum til að skapa tímabundin störf í staðin.  Koma okkur svo inn í ESB þar sem makríllinn verður tekinn af okkur og samningsforræði við önnur lönd. 

Njáll (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 10:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hver er að hamast "gegn Evrópu"? Ég held að flestir Íslendingar séu leiðir yfir ástandinu og ringulreiðinni í Evrópusambandinu, en óska hagkerfum þess alls hins besta.

Það að Íslendingar tolli vörur frá Evrópusambandinu og Evrópusambandið tolli vörur frá Íslandi er pólitísk vandamál sem má leysa með einu pennastriki, burtséð frá aðild.

Geir Ágústsson, 22.5.2012 kl. 11:20

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Það væri einn af stóru kostum aðildar að fá tollfrjálsan aðgang með unnar fiskafurðir. Það myndi auka vinnu heima á Íslandi og stórauka verðmæti útflutnings."

Samfylkingin farin að stunda endurvinnslu?

------------------------------------------------

"Mikilvægustu þættir samningsins munu koma til áhrifa strax um næstu áramót. Nokkur ákvæði munu þó ekki taka gildi til fulls fyrr en 1997. Þegar samningurinn öðlast fullt gildi á því ári munu næstum allar unnar fiskafurðir okkar njóta tollfrelsis í Evrópu - eða
alls 96% fiskjar og fiskafurða héðan."

Sagði Össur Skarphéðinsson 1992 um EES samninginn.

-------------------------------------------------

Aðeins 35% af fiskútflutningi okkar fer til Evrulanda, við erum með "allt fyrir ekkert" samning við ESB og þurfum ekkert meira.

"Ef til vill var frammistöðu okkar manna best lýst með þeim ummælum vonsvikinna andstæðinga við samningaborðið, að Islendingar
hefðu fengið „allt fyrir ekkert"."

Sagði Össur Skarphéðinsson 1992 um EES samninginn.

Eggert Sigurbergsson, 22.5.2012 kl. 11:21

4 identicon

Sæll jafnan; Jóni Ingi, og aðrir gestir, þínir !

Ísland er; óaðskiljanlegur hluti Norður- Ameríku, land- og jarðfræðilega - sem og hugmyndafræðilega, síðuhafi góður.

Eitthvert smjaður; tiltekins hóps fólks, gagnvart : Evrópu, sem öðrum Heims álfum, breytir öngvu, þar um.

Með ágætum kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 11:37

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er alveg óendanlegt rannsóknarefni hve sumir innbyggjar eru einbeittir í þrugli sínu og fáfræði. Frekar merkilegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.5.2012 kl. 12:16

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er með því skemmtilegra að setja inn blogg um þetta efni og fá alla öfgadrengina hrópandi og kallandi 

Jón Ingi Cæsarsson, 22.5.2012 kl. 13:26

7 identicon

Sælir; á ný !

Jón Ingi !

Hingað til: hefi ég nú ekki sakað mína gesti, um einhverja sérstaka öfga, án þess að tilgreina þá; að mark mætti á taka, hverju sinni, ágæti drengur.

Í orðum þínum virðist liggja; að við, andstæðingar tiltekinna sjónarmiða, séum ekkert endilega velkomin, á síðu þína héðan af, Jón minn.

Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri, þrátt fyrir einsýni nokkra, af 1/2 ýmissa, Jóns Inga /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 13:53

8 identicon

Það er best að benda á það sem flestir læra í barnaskóla , Ísland tilheyrir ekki evrópu vegna þess að við erum hluti af norðurlönduum . það er hægt að lesa sér til um þetta og mæli ég með því , ef fólk er ekki gott í landafræðinni .

kveðja   Valgarð

Valgarð (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 15:43

9 identicon

Valgarð, er Ísland ekki í Evrópu...??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 16:06

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ef það flokkast sem öfgar að benda á rangfærslur í skrifum þínum þá verður bara svo að vera.

Eggert Sigurbergsson, 22.5.2012 kl. 16:26

11 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Jón Ingi er einn af þeim ESB sinnum sem er ekki klár á stöðu Landa á Hnettinum..

Vilhjálmur Stefánsson, 22.5.2012 kl. 16:34

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ísland getur sjálft valið hvort það vill tilheyra 10% af veröldinni eða 90% af henni, og hverjir eigi að stjórna þessu eyríki.

Þannig virkar raunverulegt lýðræði!!!

Um það snýst raunveruleikinn hér á landi, og á jörðinni allri!

Þeir sem halda öðru fram eru ekki að segja satt, eða skilja kannski ekki staðreyndirnar.

Það má lesa sig til um þessar staðreyndir, ef áhugi er fyrir að mynda sér sjálfstæða og ábyrga skoðun til að veifa framan í kjósendur og skattborgara-þræla, bæði hér á landi og í Evrópu allri!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 17:23

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru það ekki ánægjuleg tíðindi að við skulum eiga í svo góðum viðskiptasamböndum við þjóðir álfunnar þrátt fyrir að vera ekki í sambandinu?  Mér finnst þetta frekar vera rök fyrir því að við þurfum ekki að ganga í sambandið, vegna þess að viðskiptalega breytti það engu. Við myndum hinsvegar tapa fjárhagslega á aðild eins og margoft hefur verið staðfest auk þess að missa fullveldi og sjálfræði í flestum grunnþáttum.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2012 kl. 17:44

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rökin þín eru af sama toga og þegar trúaðir reyna að koma með náttúrulegar skýringar á kraftaverkum til að staðfesta að þau hafi mögulega átt sér stað. Það versta við þau rök er það að þá eru þetta ekki lengur kraftaverk og engin guð nauðsynlegur í myndina.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2012 kl. 17:46

15 identicon

Hérna Bilderberg Group er óaðskiljanlegur hluti af ESB

The Bilderberg Group and the European Union Project

In 1954, the Bilderberg Group was founded in the Netherlands, which was a secretive meeting held once a year, drawing roughly 130 of the political-financial-military-academic-media elites from North America and Western Europe as “an informal network of influential people who could consult each other privately and confidentially.”[1] Regular participants include the CEOs or Chairman of some of the largest corporations in the world, oil companies such as Royal Dutch Shell, British Petroleum, and Total SA, as well as various European monarchs, international bankers such as David Rockefeller, major politicians, presidents, prime ministers, and central bankers of the world.[2]

           
Joseph Retinger, the founder of the Bilderberg Group, was also one of the original architects of the European Common Market and a leading intellectual champion of European integration. In 1946, he told the Royal Institute of International Affairs (the British counterpart and sister organization of the Council on Foreign Relations), that Europe needed to create a federal union and for European countries to “relinquish part of their sovereignty.” Retinger was a founder of the European Movement (EM), a lobbying organization dedicated to creating a federal Europe. Retinger secured financial support for the European Movement from powerful US financial interests such as the Council on Foreign Relations and the Rockefellers.[3] However, it is hard to distinguish between the CFR and the Rockefellers, as, especially following World War II, the CFR’s main finances came from the Carnegie Corporation, Ford Foundation and most especially, the Rockefeller Foundation.[4]

           
The Bilderberg Group acts as a “secretive global think-tank,” with an original intent to “to link governments and economies in Europe and North America amid the Cold War.”[5] One of the Bilderberg Group’s main goals was unifying Europe into a European Union. Apart from Retinger, the founder of the Bilderberg Group and the European Movement, another ideological founder of European integration was Jean Monnet, who founded the Action Committee for a United States of Europe, an organization dedicated to promoting European integration, and he was also the major promoter and first president of the European Coal and Steel Community (ECSC), the precursor to the European Common Market.[6]

           
Declassified documents (released in 2001) showed that “the US intelligence community ran a campaign in the Fifties and Sixties to build momentum for a united Europe. It funded and directed the European federalist movement.”[7] The documents revealed that, “America was working aggressively behind the scenes to push Britain into a European state. One memorandum, dated July 26, 1950, gives instructions for a campaign to promote a fully-fledged European parliament. It is signed by Gen William J Donovan, head of the American wartime Office of Strategic Services, precursor of the CIA.” Further, “Washington's main tool for shaping the European agenda was the American Committee for a United Europe, created in 1948. The chairman was Donovan, ostensibly a private lawyer by then,” and “The vice-chairman was Allen Dulles, the CIA director in the Fifties. The board included Walter Bedell Smith, the CIA's first director, and a roster of ex-OSS figures and officials who moved in and out of the CIA. The documents show that ACUE financed the European Movement, the most important federalist organisation in the post-war years.” Interestingly, “The leaders of the European Movement - Retinger, the visionary Robert Schuman and the former Belgian prime minister Paul-Henri Spaak - were all treated as hired hands by their American sponsors. The US role was handled as a covert operation. ACUE's funding came from the Ford and Rockefeller foundations as well as business groups with close ties to the US government.”[8]

           
The European Coal and Steel Community was formed in 1951, and signed by France, West Germany, Italy, Belgium, Luxembourg and the Netherlands. Newly released documents from the 1955 Bilderberg meeting show that a main topic of discussion was “European Unity,” and that “The discussion affirmed complete support for the idea of integration and unification from the representatives of all the six nations of the Coal and Steel Community present at the conference.” Further, “A European speaker expressed concern about the need to achieve a common currency, and indicated that in his view this necessarily implied the creation of a central political authority.” Interestingly, “A United States participant confirmed that the United States had not weakened in its enthusiastic support for the idea of integration, although there was considerable diffidence in America as to how this enthusiasm should be manifested. Another United States participant urged his European friends to go ahead with the unification of Europe with less emphasis upon ideological considerations and, above all, to be practical and work fast.”[9] Thus, at the 1955 Bilderberg Group meeting, they set as a primary agenda, the creation of a European common market.[10]

           
In 1957, two years later, the Treaty of Rome was signed, which created the European Economic Community (EEC), also known as the European Community. Over the decades, various other treaties were signed, and more countries joined the European Community. In 1992, the Maastricht Treaty was signed, which created the European Union and led to the creation of the Euro. The European Monetary Institute was created in 1994, the European Central Bank was founded in 1998, and the Euro was launched in 1999. Etienne Davignon, Chairman of the Bilderberg Group and former EU Commissioner, revealed in March of 2009 that the Euro was debated and planned at Bilderberg conferences.[11] This was an example of regionalism, of integrating an entire region of the world, a whole continent, into a large supranational structure.
This was one of the primary functions of the Bilderberg Group, which would also come to play a major part in other international issues.http://www.globalresearch.ca/index.php?context=va&aid=14614

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 21:44

16 identicon

As indicated from leaks of the recent 2011 Bilderberg meeting in Switzerland, the euro-zone is in a major crisis, and Bilderberg members are struggling to keep the house of glass from shattering to pieces. One major subject discussed at this year’s meeting, according to Bilderberg investigative journalist, Daniel Estulin (who reportedly has inside sources in the meetings who leak information, which has proved quite accurate in the past), the Bilderberg meeting discussed the situation of Greece, which is likely to only get worse, with another bailout on the horizon, continuing social unrest, and a possible abandonment of the euro. The problems of Greece, Ireland and the wider global economy as a whole were featured in this year’s discussions.[30] Representatives from Greece this year included George Papaconstantinou, the Greek Minister of Finance, among several bankers and businessmen.[31]

Among the EU power players attending this years meeting was the first President of the European Council, Herman van Rompuy, who was appointed as President following an invitation to a private Bilderberg meeting in November of 2009, at which he gave a speech advocating for EU-wide taxes, allowing the EU to not rely exclusively upon its member nations, but have its “own resources.”[32] Van Rompuy, who previously stated that, “2009 is also the first year of global governance,” is no surprise guest at Bilderberg. Other key EU officials who attended this year’s meeting were Joaquín Almunia, a Vice President of the European Commission; Frans van Daele, Chief of Staff to European Council President Van Rompuy; Neelie Kroes, a Vice President of the European Commission; and of course, Jean-Claude Trichet, President of the European Central Bank.[33]

http://www.globalresearch.ca/index.php?context=va&aid=25302

 

Þannig að ef þið ESB sinnar viljið fá eitthvað gott job hjá ESB þá ættuð þið að reyna slefa ykkur upp við Bilderberg Group elítuna

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 00:06

17 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ótrúlegar öfgaskoðanir byggðar meira og minna á tilfinningum eða þar sem óskyldu er blandað saman.

Líta má á, að þessi hatursáróður byggist á því, að ef svo færi að við Íslendingar bærum þá gæfu að tengjast betur Evrópu, þá munu ýmsir hagsmunaaðilar missa spón úr aski sínum. Það eru miklir hagsmunir örfárra að halda okkur útan EBE.

Og þeir sporgöngumenn sem vilja kínverska atvinnustarfsemi hér gera sér kannski ekki grein fyrir því að útþenslustefna Kína stafar veruleg hætta hér á landi, gangi Ísland í EBE. Kínverjar eru 4134 sinnum fleiri en Íslendingar en búa í aðein 93 sinnum stærra landi sem að stórum hluta eru gróðurvana eyðimerkur og hæsti fjallgarður heims. Þeir innlimuðu Tíbet með manni og mús fyrir rúmri hálfri öld en væru eldfljótir að leggja undir sig landið okkar. Þeir þyrftu kannski ekki nema örfáa áratugi.

Ætli mörgum smábóndanum þætti þá ekki þröngt fyrir sínum dyrum?

Það er meiri þörf á að ræða málefnalega um þessa hluti en slá einhverju upp sem stenst ekki.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2012 kl. 23:22

18 identicon

Sæll Guðjón

Þetta hérna mynband er kannski eitthvað fyrir þig Mt Athos Prophecies on '666'

KV ÞST

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband