Skemmdaverkahópur Sjálfstæðisflokksins.

„Átökin eru orðin sjálfstætt markmið ríkisstjórnarinnar. Hún virðist kjósa átakastjórnmálin og jafnvel átök um mál sem hægt er að vinna í skaplegri sátt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á heimasíðu sinni í dag.

_________________

Þetta er í besta falli ómerkilegur málflutningur hjá þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Sú tegund stjórnmála sem Sjálfstæðisflokkurinn stundar er hreinræktuð flokkspólitísk hryðjuverkastarfssemi.

Þessi þingmaður er augljóslega einn þeirra sem Margrét þingmaður Hreyfingarinnar líkir við Bavíana...þó svo ég ætli ekki að hafa á því beina persónlega skoðun.

Sorgarsagan á þingi heldur áfram, drifin og ræktuð af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og sumum þingmönnum Framsóknarflokksins...


mbl.is Segir ríkisstjórnina vilja átök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hið mikla málþóf sem er á þingi er vegna vitleisuna hjá Stjórnarflokkonum.Hin ómerkilega Jóhanna Sigurðardóttir stjórna þar ferðnni..

Vilhjálmur Stefánsson, 7.5.2012 kl. 16:25

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón Ingi það er greinilegt að þú hefur ekki fylgst með störfum Alþingis, ef þú hefur fylgst með vinnubrögðum á Alþingi þá veistu hvað hann Einar er að tala um...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.5.2012 kl. 19:02

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hér áður fyrr var það Framsóknarflokkurinn sem hafði "miðjustöðu" í íslenskum stjórnmálum og notaði stöðuna óspart.

Veðjaði ýmist til hægri eða vinstri og þurrkaði þá af sér á skítugum skónum í gagnstæða átt við hvoru megin valið var - hverju sinni.

Nú eru sumir Samfylkingarmenn farnir að minna á þessa hegðun.  Hatast út í Sjálfstæðisflokkinn  sem aldrei fyrr.  Hann var nóg og góður í "hrunstjórninni" sem Samfylkinginn á 50% heiður í.    Nú er notað orðið "hryðjuverkastarfsemi" hjá síðuhöfundi yfir fyrrverandi samstarfsráðherra Samffylkingarinnar.

Sjálfsæðisflokkurinn er "hrunflokkurinn" í áróðri Samfylkingarinnar - þó Samfylkingin hafi verið annar af flokkum landsins 50%  sem voru ábyrgir fyrir stjórn landsins - þegar bankakerfið riðaði til falls - bankamálaráðherran var ráðherra Samfylkingarinna.

Gallar í regluverki ESB um innistæðutryggingar bankakerfisins -  áttu alla vega stóran þátt í útþennslu bankakerfisins - og svo áttu skuldir þessa bankaskrímslis allt í einu að verða  að "skuldbindingum þjóðarinnar" hjá Samfylkingunni -þið  lögðust á hnén í Icesave málinu - eins og nú í makrílmálinu ...

Samtímis öllum aumingjaskapnum er  svo skítnum ausið yfir Sjálfstæðisflokkinn.

Ég get alveg samþykkt það Jón Ingi - að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki gallalaus flokkur - og fólkið sem að honum stendur ekki heldur gallalaust.  En miðað við hvernig þið í Samfylkingunni komið fram - og hvernið þið talið og skrifið - þá er Sjálfstæðisflokkurinn  bara í samlíkingunni eins og Sunnudagaskóli...

Öfund ykkar er skiljanleg. Sjálfstæðisflokkurinn er þrátt fyrir alla gallana lang besti flokkurinn, - besta og heiðarlegasta fólkið - það er mitt mat sjáðu bara atkvæðagreiðsluna um ákæruna á Geir einan.  Þvílíkt pólitískt siðgæði!

Greyið hættu að ausa skít yfir Sjálfstæðisflokkinn og fólk sem í honum er og farðu frekar að taka betur til hendinni með þínu liði til að gera meira gagn fyrir heimilin í landinu.    Skítmokstur yfir þá sem ekki eru sammála þér pólitíkst er sérlega fátækleg röksemdarfærsla.

Kristinn Pétursson, 7.5.2012 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818210

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband