Draumasmiðja bæjarfulltrúanna.

 

Merkileg frétt þetta.  Hvað segja sveitarstjórnarlög um svona gjörning ?

 Er það innan löglegra og siðlegra marka að sveitarfélög stundi landakaupaþvætti með sýnargjörning um leigu í mannsaldur ?

Einhver hlýtur að spyrja þeirra spurningar.

Ekki veit ég það en eins og ég skil sveitarstjórnarlög þá eru þau heldur þröng þegar kemur að ævintýra og draumagjörningum.

Auðvitað er þetta ekkert annað en að það er verið að reyna að kófa landakaup kínverjans.

Og svo koma þessar praktísku spurningar sem ég hef spurt áður og ekki fengið nein svör.

Allir vita að Grímsstaðaland er hásléttueyðimörk með takmörkuðum gróðri og lítlu vatni. Allir vita líka að það er langt til sjávar og engar stórar ár  nærri nema fljótið Jökulsá á Fjöllum nokkrum kílómetrum vestar. Það fljót segist Núbó ekki ásælast. Allir vita um veðurfar á fjöllum og þá hörðu vetur sem þar eru.

En að spurningum.

  • Hafa farið fram rannsóknir á að svæðið þoli allt að 2000 manna byggð ?
  • Hefur verið skoðað að gera umhverfismat fyrir svæðið áður en ráðist er í slíkar fjárfestingar ?
  • Hvert ætlar Núbó að sækja vatn fyrir 2000 manna byggð?
  • Hvert ætlar Núbó að senda skolp og úrgang frá 2000 manna byggð?
  • Hvert ætlar Núbó að sækja orku og hver á að greiða fyrir línulagnir á svæðið ?
  • Er búið að velta fyrir sér arðsemi slíkra framkvæmda og hverjar eru líkurnar á að svæðið verði yfirgefið og skilið eftir í rúst ef leigutakanum hættir að hugnast málið ?
  • Hafa öll sveitarfélögin sem að þessu standa spurt þegna sína alits ?

Svona er hægt að varpa fram ótal spurningum og við vitum að svarið við þeim öllum er ekki til því hér eru sveitarstjórnarmenn komnir í æðisgengið kapphlaup eftir aurum.

Það hefur reynst Íslendingum dýrkeypt að tapa ráði og rænu í gullæði.


mbl.is Bæjarstjórinn er bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næstsíðasta spurningin er góð, þ.e.a.s. ef eitthvað fer í gang. Satt að segja sé ég ekki fyrir mér litla Kínsa trítlandi þarna upp á öræfum í kulda og trekki, sveiflandi golf kylfum. En hver veit.

Allavegana, ef hann Nubo, sem ku éta harðfisk, hleypur frá öllu saman skala hann taka til eftir sig.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 20:38

2 identicon

Þessar spurningar eru allar góðra gjalda verðar en hræddur er ég um að fátt sé um svör hjá þeim sem ráða för í þessu máli, undirritaður hefur eitt sinn dvalið stóran hluta úr vetri á þessu svæði og dregur í efa að Asíubúar og aðrir sem ekki eru vanir heimskauta veðráttunni á Íslenska hálendinu komi til með að líða vel þar þegar vetrarstormurinn geisar svo að ekki sést út úr augum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband