Barbabrellur.

 

Nýkrónur, ríkisdalur, Kanadadollar, Norsk króna...o.fl.

Barbabrellurnar eru af margvíslegum toga og ganga út á að halda í þá ímynd að við séum í góðum málum með okkar gjaldmiðil, það þurfi bara að endurskíra hann eða tengjast einhverjum þeim gjaldmiðli sem ræðumanni þóknast sjálfum af pólítískum ástæðum.

Með þessu er reynd að skáskjóta sér hjá þeirri staðreynd sem flestir vita að hagkerfi Íslands og krónan eru slík öreind að ein og sér munum þau aldrei lifa af og lífskjör á Íslandi munu áfram standa líkskjörum Norðurlanda langt að baki.

Ég veit ekki hversu lengi stjórnmálamenn á Íslandi ætla að halda áfram að blekkja sjálfa sig og halda því fram að við getum staðið ein  og " sjálfstæð " í framtíðinni.

En afneitunin er pólitísk og gengur út á það að vera á móti því að stíga skrefið til fulls og sameinast öðrum Evrópuþjóðum í bandalagi.

Bændur riðu gegn símanum 1906. Þessi krossferð er af svipuðum toga.


mbl.is Samstaða vill taka upp Nýkrónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

Hvers vegna riðu bædur gegn símanum á sínum tíma?

Jón Þór Helgason, 29.4.2012 kl. 18:06

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég hef enga trú á öðru en einn dag þá mundir þú bera viðringu fyrir skoðunum annarra.

Óðinn Þórisson, 29.4.2012 kl. 18:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Barbabrellurnar eru af margvíslegum toga og ganga út á að halda í þá ímynd að við séum í góðum málum með okkar gjaldmiðil, það þurfi bara að endurskíra hann eða tengjast einhverjum þeim gjaldmiðli sem ræðumanni þóknast sjálfum af pólítískum ástæðum.

Eins og til dæmis að endurskíra hann evru?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2012 kl. 21:55

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Mesta barbabrella seinni tíma er evru-ævintýrið.

Því miður lifa of margir pólitíkusar í ævintýra-barbí-barbabrellu-heimum, en eru víðs fjarri raunheimum venjulegs vinnandi fólks.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2012 kl. 08:34

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við Íslendingar höfum setið uppi með handónýtan gjaldmiðil síðan 1886 þegar fyrstu innlendu seðlarnir komu til sögunnar. Þá vildi enginn kaupmaður taka við þeim sem fullgildri greiðslu ef hann hafði kost á annari greiðslu, t.d. gulli eða silfri. Vöruskiptaverslun hélst áfram fram yfir aldamót 1900 og jafnvel lengur.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.4.2012 kl. 20:04

6 identicon

Almennt viðtekin saga gerir bændareiðina að tákni fyrir afturhalsdssemi og kynlegheitum.

En margir þeirra sem þangað fóru (sem ég þekki til) gerðu það til að mótmæla gamaldags línulögnum í boði Stóra Norræna Símafjelagsins, og til að hvetja fremur til að nota þráðlausa Marconi-talsímætækni. Vissu eins og var að þráðlausu sambandi yrði mun fyrr komið á til einangraðri staða úti um land. Þeir fengu svo NMT-síma einum 80 árum síðar.

Einhvernvegin fór sagan heldur illa með málsrök þeirra.

Sveinn í Felli (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband