12.4.2012 | 10:22
Þeim fækkar sem sjá ekki vandann.
Umræða ESB-sinna um gjaldmiðilinn hefur verið persónugerð. Þannig mætti ætla að íslenska krónan sé orðin eins konar lögpersóna. Að mati ESB-sinna er hún sökudólgurinn. Henni ber að fórna ", segir Tómas Ingi Olrich fv. alþingismaður og ráðherra m.a. í grein í Morgunblaðinu í dag.
Sem betur fer fjölgar þeim sem skilja og skynja vandann sem þjóðin hefur af veikum gjaldmiðli.
Þó eru enn eftir nokkir sem munu líklega aldrei átta sig á þessu og þeir áttuðu sig mundu þeir aldrei viðurkenna það.
Framtíð barnanna okkar er það sem skiptir máli. Þá framtíð má ekki binda í klafa blindni, þjóðerninshyggju og þvermóðsku.
Þess vegna er það gleðilegt að þeim fækkar sem ekki vilja horfast í augu við raunveruleikann.
Tómas Ingi: Krónan og kaupmátturinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Jón Ingi
Það er furðulegt að hlusta og lesa það sem kemur frá fólki er telur að krónan hafi sjálfstæðan vilja og að hún með sínum illa innræti hafi komið illa fram við þjóðina og valdi okkur búsifjum.
Svona til að upplýsa þig og aðra, þá eru það stjórnvöld og fjármálafyrirtæki ásamt okkur hinum sem höfum farið illa með krónuna og hún þar af leiðandi orðið til þess að vera sveiflukennd eins og sagan sýnir okkur.
Það sem þarf að gerast er að við þurfum að breyta hugarfari okkar, við öll, ekki bara almenningur heldur og ekki síst stjórnvöld. Við þurfum að nota hugarfar skinnseminnar þegar að fjármunum kemur, sleppa hugarfari græðginnar og spillingarinnar, en því miður hefur okkur orðið lítið ágengt í þeim efnum enn sem komið er.
Að skipta um gjaldmiðil breytir ekki hugarfarinu og mun ekki breyta þeim vanda sem við er að glíma dagsdaglega. Evra, CAD eða USD mun ekki gera annað en að dýpka vanda okkar, þar sem við komum ekki til með að hafa nokkur áhrif á sveiflur þeirra, hvorki til góðs né ills, við verðum bara að fylgja með eins og hundur í bandi.
Tómas Ibsen Halldórsson, 12.4.2012 kl. 11:37
Mér er nákvæmlega sama um hárnálaútskýringar á þessu máli. Frá því ég man eftir mér hefur gjaldmiðill Íslands verið ónýtur og sullast upp og niður út og suður með tilheyrandi vandræðum.
Aumingja krónan getur ekkert að því gert þó hún standist ekki kröfur um gjaldmiðil... til þess erum við allt of smá og veikburða í alþjóðlegu samhengi.
Það er auðveldara að viðurkenna vandann og koma sér í öruggara umhverfi en breyta hugarfari Íslendinga.
Jón Ingi Cæsarsson, 12.4.2012 kl. 12:30
Það umhverfi mun neyða okkur til að fara að leikreglum og sýna ábyrgð..
Jón Ingi Cæsarsson, 12.4.2012 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.