Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast gegn lýðræðinu.

Því miður er þetta enn eitt dæmi um fráleit vinnubrögð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Fyrst í dag er lýðum ljóst um hvað á að spyrja í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu - allt óklárt og óhugsað,“ skrifaði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook- síðu sína í gærkvöldi.

Flókið segja Sjálfstæðismenn. Persónulega finnst mér ekkert flókið að taka afstöðu til mála sem hafa verið í umræðu mánuðum og sum árum saman.

Kannski eru alþingismenn Sjálfstæðisflokksins tregari en aðrir borgarara þessa lands, eða þeir hafa þá trú að fólkið í landinu hafi ekki getu til að taka afstöðu í þeim lykilmálum sem til umfjöllunar eru.

Reyndar er það ekki málið. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast gegn því til efsta dags að völd og ákvarðanir í stórmálum fari frá flokksklíkum og sérhagsmunahópum til fólksins í landinu.

Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sérhagsmunahópa og er tryggur og trúr þeirri stefnu þó málflutningur þeirra sé orðin nokkuð forn og í anda risaeðlanna.


mbl.is „Allt óklárt og óhugsað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta eru fráleit vinnubrögð algjörlega burt séð frá allri flokkspólitík Jón Ingi og ekki líðandi lengur....

Að halda því fram að það sé verið að færa valdið frekar í hendur almennings er fyrra vegna þess að þetta er eingöngu gert til þess að aðlaga Stjórnarskrá okkar að ESB löggjöfinni og það má ekki tala um það vegna þess að það kemur við kaunin á Samfylkingunni sem hefur ekki getað stigið heil í nokkru máli og að koma þessari ESB umsókn af stað þurfti miklar lygar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.3.2012 kl. 13:22

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Undirlægjuháttur þinn við alræði Reykjavíkurvaldsins og hundingsháttur á sér lítil takmörk.Þú vilt afhenda R. Víkurvaldinu alræði yufir Landsbyggðinni og svifta hana stjórnsýslulegu sjálfræði.Ein af þeim spurningum sem þetta svokallaða stjórnlagaráð vill leggja fram í "þjóðaratkvæði" sem er í raun kosning þar sem höfuðborgarsvæðið ræður úrslitunum, er hvort fólk vilji jafnt vægi atkvæða.Það þýðir í raun að landið verði eitt kjördæmi.Þá getur höfuðborgarsvæðið ráðið því hvort farið verði í Vaðlaheiðargöng eða hvað margir læknar eigi að vera á Aklureyri.Allir þingmenn verða í raun kosnir af höfuðborgarsvæðinu.Sem betur fer mun Samfylkingarliðinu verða hent út af Alþingi í Landsbyggðarkjördæmunum í næstu Alþingiskosningum, þannig að þetta er ekki búið þótt þessi þvæla þín fari í gegn núna.

Sigurgeir Jónsson, 21.3.2012 kl. 14:32

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé á athugasemdinni hér fyrir ofan að áróður Sjallana nær í gegn, þó hann sé bæði einfeldings- og fyrirsjáanlegur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2012 kl. 14:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé á athugasemdunum hér fyrir ofan.... átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2012 kl. 14:35

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjallar eru í afneitun, þeir telja sig ekki bera neina ábyrgð á hruninu en eru virkilega „skúffaðir“ yfir því hve árangur núverandi ríkisstjórnar er fram úr öllum vonum. Það er ekki ótrúlegt vegna þess að i endurreisninni var kappkostað að taka ekki til greina að hlífa bröskurunum. Því miður hafa ýmsir braskarar komist upp með ýmislegt, komið fé úr landi og hyggjast gott til g´loðarinnar þegar „þeirra“ menn komast aftur að. Þessir menn trúa á glórulausa virkjangleði og álbræðslur,helst í hvert pláss á Íslandi þar sem greiða þarf úr atvinnuleysi.

Eg vona að þessari ríkisstjórn takist að byggja aftur upp traust og sterkt atvinnulíf með fjölbreytni. Einn þátturinn er skógrækt. Unnt væri að útvega fleirum atvinnu gegnum skógrækt en enn eina álbræðsluna. Nú eru 30-40 ársverk í skogarhöggi og fer stöðugt fjölgandi. Þetta er um 10% starfa í álbræðslu. Þarna er um margfalt þarfari atvinnu og starfsemi enda getur áliðnaðurinn hrunið á einni nóttu, t.d. ef BNA menn taka upp endurvinnslu á áldósum fremur en að grafa þær á sístækkandi sorphaugum.

Þessu vilja dáðadrengirnir í Sjálfstæðisflokknum ekki trúa og reita hár sitt í bræði yfir því að öðrum tekst jafnvel betur en þeirra mönnum.

Góðar stundir áfram undir styrkri stjórn Jóhönnu og Steingríms!

Guðjón Sigþór Jensson, 22.3.2012 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband