Heims og framtíðarsýn Framsóknar kemst fyrir í kökubauk.

 

"Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist efast um að það finnist forsætisráðherra heillar þjóðar sem fari sömu orðum um eigin gjaldmiðil og Jóhanna Sigurðardóttir. Hann sagði að vandasamt verkefni væri framundan og ef ekkert verði að gert muni íslenska þjóðin búa við gjaldeyrishöft næstu áratugi."

______________

Skilningur Framsóknarmanna á framtíðinni og gjaldeyrismálum þjóðarinnar er afar takmarkaður. Þeir senda formann sinn um heim allan til að leita sér að sætum og fínum gjaldmiðli sem þeir ætla að taka upp.

Norsk króna í dag... Kanadadollar á morgun.

Milli þessar ferðalaga skamma þeir ráðamenn hér heima fyrir að hafa þá skoðun að krónan sé ekki á vetur setjandi.

Það hreinlega óskiljanlegt hvaða skoðun Framsóknarflokkurinn hefur á  þessum málaflokki. Þegar þeir eru ekki að verja krónuna þá ferðast þeir um heiminn og heilla brandarakallana sem eiga sér mikinn feng í Framsókn og vingulshætti þeirra.

Leit þeirra að gjaldmiðli er orðin ein af ódauðlegum skemmtisögum stjórnmálanna.

En satt að segja hafa þeir enga sýn. Það er hlaupið á poppulískar upphrópanir sem henta hverju sinni... í dag verjum við krónuna á morgun förum við og leitum okkar að nýjum.

 Bara eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni.

En í reynd hefur Framsókn enga framtíðarsýn.. hún kemst fyrir í kökubauk...og það litlum.

 

 


mbl.is „Hættið að láta ykkur dreyma um þessa evru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heims og framtíðarsýn Samfylkingarinnar má kannski sjá í mjög svo öflugum smásjá.  Samfylkingin ætlaði á sýnum tíma að "skilgreina samningsmarkmið" vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu.  Sú vinna var aldrei unnin, eða hefur allavega aldrei verið gerð opinber.  Samfylkingin hefur engin markmið utan þess að ganga í ESB, annað er ekki á dagskrá hjá SF. 

SF virðist halda að ESB bjargi öllu, það er nú öðru nær.  SF-fólk sér ekki og vill ekkert af því vita hvað er að gerast í Evrópu undir stjórn ESB.

Þegar blindur leiðir blindan falla báðir í gryfju, en íslenska þjóðin er ekki blind og hún lætur ekki SF áróður blekkja sig. 

Það er komið nóg af þessum hildarleik sem SF leikur.  Allt sem gert er og ekki er gert er ætlað að drepa allt niður hér á landi, alveg eins og gert hefur verið í Grikklandi, til þess að kúga landann inn í ESB-ófreskjuna.  Nú þarf að stöðva þetta kjaftæði og snúa sér að því að sinna þjóðinni og því sem henni er fyrir bestu, en svo er víst að ESB á þar ekkert erindi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.3.2012 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband