13.3.2012 | 15:34
Dómgreindarskertur þingmaður ?
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, neitaði því harðlega að hafa brotið þingsköp með því að skrifa um efni fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun á Facebook-síðu sína.
Hér er klárlega um brot að ræða. Ég held að það væri alfarsælast hjá Framsóknarflokkum að skipta þessum þingmanni út úr nefndum.
Ef hún veit ekki betur en þetta um skyldur þingmanna á nefndarfundum þarf að fé einhvern sem er betur að sér og tekur tali. Það gerir Vigdís Hauksdóttir ekki og mun sennilega aldrei gera.
Hún er trúlega einn af þeim þingmönnum sem skorar hátt í að færa traust á þinginu niður í rauðvínsstyrkleika.
Neitar að hafa brotið þingsköp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í nefndum hafa menn komið sér saman um að blogga eða fésbóka eingöngu um niðurstöður dagskrárliða ef þá nokkuð. Á öllum nefndarfundum ríkir sá trúnaður sem þarf til að menn geti rætt mál í þaula. Að segja frá umræðum á lokuðum fundi er gróft trúnaðarbrot.
stefán benediktsson (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 16:01
Hún er svo treg að hún áttar sig ekki á því að einmitt þetta verður til þess að engin vinna sem krefst trúnaðar verður gerð í nefnd sem hún er í . Heldur fer fólk að hittast án hennar. Þetta er jú broslegt því að ég held að hún hafi einmitt mótmælt því að ríkisstjórnarfundir yrðu teknir upp því þá myndu ákvarðanir og umræður færast í reykfyllt bakherbergi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.3.2012 kl. 16:03
Er það ekki bara besta mál að Framsókn flaggi slíkum kjánum, sem ná ekki bjórstyrkleika?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2012 kl. 16:15
Jóhönnustjórnin sér alveg um það sjálf að niðurlægja sjálfa sig.
En það væri eflaust hægt að skifa langa færsu hér um vinnubrögð Jóhönnustjórnarinnar og leyndarhyggjuna og þau vinnubrögð sem hún stendur fyrir
Var það ekki ætlun stjórnarmeirihlutans að svíkja þjóðina þjóðaratkvæðagreislu um stjórnarskránna eins og esb ?
Það vita allir svarið við þessari spuringu.
Óðinn Þórisson, 13.3.2012 kl. 17:27
Margrét skrifar : Mín upplifun er sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé nánast óstarfhæf í heilu lagi vegna fulltrúa Framsóknarflokksins sem veður ítrekað fram með einræðum og dónaskap, bæði í garð gesta, annarra nefndarmanna og málefna. Það kemur þessari ríkisstjórn eða stjórnarmeirihlutanum bara ekkert við. Hægt er að saka ríkisstjórnina um allt mögulegt enda ábyrgð hennar mikil og margt sem miður hefur farið síðustu árin, við erum alveg sammála um það, en Jóhanna Sigurðardóttir getur ekki verið ábyrg fyrir sérdeilis barnalegri og ósæmilegri hegðun Vigdísar Hauksdóttur.“.
(Margrét Tryggvadóttir samnefndarmaður Vigdísar og stjórnarandstöðuþingmaður )
Jón Ingi Cæsarsson, 14.3.2012 kl. 07:23
Óðinn...sérð þú aldrei neitt annað en það sem Valhöll fyrirskipar ?
Jón Ingi Cæsarsson, 14.3.2012 kl. 07:25
Jón Ingi - þú ert skráður bloggari fyrir Samfylkinguna í þínu kjödæmi á sííðu flokksins.
Óðinn Þórisson, 14.3.2012 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.