Þór Saari. Trúverðugleiki 0,0.

Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlækningum segir sér brugðið í kjölfar skrifa alþingismannsins Þórs Saari um hrottafengna árás á lögmannsstofu í fyrradag. Þingmaðurinn fari frjálslega með staðreyndir og grafi undan trausti á sér. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Þór Saari er siðlaus þingmaður. Hann var forhertur í skrifum sínum í gær.

Hann var forhertur þegar hann sótti sér bita í brotið hús á Álftanesi.

Hann heldur úti forhertum poppulisma þar sem hann á óábyrgan hátt fer frjálslega með sannleikann og hefur jafnvel ekki fyrir því að kynna sér sannleikann.

Trúverðugleiki hans eftir skrif gærdagsins var 1,0 af 10,0 mögulegum.

Trúverðugleiki hans eftir Kastljós er 0,0 af 10,0 mögulegum.

Þar forhertist hann í vörn sinni fyrir eigin poppulisma og óábyrgum málflutningi.

Alþingismenn eiga ekki að haga sér svona..þeir setja blett á Alþingi og því miður eru fleiri þingmenn á svipaðri leið og Þór Saari.

Þar má nefna samþingkonu hans sem skrifaði á svipuðum nótum í gær og svo formaður Samstöðu sem hefur á sama hátt tengt saman hluti með óábyrgum hætti og stjórnarmaður í Samstöðu Marinó Njálsson lét ekki sitt eftir liggja í gær og tengdi mál með sama hætti og fallistinn hér að ofan.

Á hvaða leið er þetta fólk sem virðist hugsa um það eitt að koma höggi á stjórnvöld með öllum meðölum ?    Sumir þurfa að hugsa sinn gang, það er ljóst.


mbl.is Segir Þór fara frjálslega með staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þór hljóp á sig og er það miður. Árásarmaðurinn komst í uppnám vegna 100.000 skuldar sem varla verður talin há og seint óyfirstíganleg.

Vond voru húsnæðislánin í byrjun 9. áratugarins. Þá voru öll lán með fullri vísitölu. Árið 1983 voru 25% hækkana launa afnumin en lánin hækkuðu sem því nam. Það tók annaðhvort þriðjungi lengri tíma að vinna fyrir þeim á sama kaupi eða afborganir hækkuðu um þriðjung.

Þetta voru vondir tímar þegar lánastofnanir fylgdu þessu hart eftir. Nú hafa bönkunum verið breytt í ræningjabæði, kannski þeir hafi lengi verið ræningjabæli þar sem stjóranir taka hæstu laun sem þekkjast ásamt forstjórum Marel og Össurar.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2012 kl. 23:13

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Nú er ég sammála þér Jón Ingi,trúverðugleikinn fór alveg í botn. Guðjón ég man líka þá tíma eftir að verðtryggingin var sett á og verðbólgan var á fullu skriði, margir fóru mjög illa út úr þeim tíma. En það bjargaði að lánsfé lá ekki á lausu bankarnir voru tómir vegna þess að sparifé hafði brunnið upp á verðbólgubálinu áður en verðtryggingin var sett á, það var ekki gert af ástæðulausu. Þannig að þjóðin var ekki búinn að vera á lántöku-fyllerýi eins og árin á undan bankahruninu. Margt af fólki ræður ekki við sig ef nóg lánsfé er í boði, þó alltaf sé hvartað um háa vexti sem þeir líka eru.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.3.2012 kl. 04:43

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður verður að segja að þessi blessaða guðsvolaða þjóð er gjörsamlega agalaus. Í svonefndu góðæri kepptust margir að taka lán á lán ofan og misstu sig gjörsamlega í alls konar bruðli og vitleysu. Allt var keypt, meira og minna á lánum. Meira að segja mörg dæmi um ung hjón sem keyptu kannski 250 fermetra hús ef ekki stærra og allt á lánum!

Þegar eg var yngri, þá keyptu ung hjón sér gjarnan 2ja herbergja íbúð í blokk, jafnvel minna. Það vildi ekki reysa sér hurðarás um öxl. Árið 1983 varð til fyrirbæri sem kallað hefur verið „misgengi“. Þá hækkuðu öll lán sem voru yfirleitt öll vísitölutryggð um þriðjung umfram kaupmátt þar sem 25% kauphækkana voru strikaðar út. Þetta var aðgerð ríkisstjórnar undir forystu Steingríms Hermannssonar í þeim tilgangi gerð að reyna að skera á víxlhækkun verðlags og launa. Þetta var eðlilega mjög óvinsæl aðgerð meðal launafólks en það voru fjármagnseigendur og væntanlega braskarar sem nutu góðs af.

Annars getur verið fróðlegt að ræða þessi mál en sennilega komumst við seint að niðurstöðu sem öllum líkar.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.3.2012 kl. 07:24

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þingmennirnir Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir úr Hreyfingunni hafa sent frá sér afsökunarbeiðni en ummæli þeirra í tengslum við lífshættulega árás á framkvæmdastjóra Lagastoðar á dögunum hafa vakið hörð viðbrögð. Í yfirlýsingunni biðjast þau afsökunar hafi þau sært þá þau sem nú eigi sárt að binda vegna málsins, það hafi ekki verið ætlunin.

_______________

Gott að menn sjá að sér og skynja mistök og viðurkenna þau. 

Ætti ef til vill að kenna viðkomandi að það er oftast farsælt að hugsa áður en maður talar og framkvæmir.

Fyrrum formaður hagmunafélags skuldara Marinó Njálsson stjórnarmaður í Samstöðu hefur enn ekki áttað sig á þeirri staðreynd og hefur ekki séð ástæðu til að biðjast fyrirgefningar eins og þingmennirnir gera hér.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.3.2012 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband