Forsætisráðherra - Seðlabankastjóri, guðfaðir hrunsins.

„Þegar allt þetta safnaðist saman fóru áhyggjur mínar mjög vaxandi ... og eftir því sem á leið urðu félagar mínir, kollegar mínir, sammála um hætturnar sem þarna voru á ferðinni,“ sagði Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins, um áhyggjur sínar af veikri stöðu bankanna þegar hann var einn þriggja seðlabankastjóra.

Davíð er svo ofsalega klár, miklu klárari en allir hinir. Hann vissi þetta svo nákvæmlega...það hlustaði bara enginn á  hann.

Að vísu var hann guðfaðir einkavæðingar bankanna, sem varð undirstaða og rót hrunsins.

Það var hann sem rétti bankaglæponum úr Framsókn og Sjálfstæðisflokki eignir ríkisins og gaf þeim færi á að ræna þjóðina eignum sínum og skaða tugi þúsunda heimila.

En núna er hann mættur með geislabauginn... flottastur og klárastur allra... og hver bjóst ekki við því af manni sem hefur afar takmarkaða sýn á sjálfan sig og þær gjörðir sem hann bar ábyrgð á.


mbl.is Davíð: Fáir höfðu áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Jón Ingi..Voðalega eru þið Vinstri menn siðblindir og með mikla vanmáttakend gagnvart mönnum sem sem hafa eithvað til bruns að bera...

Vilhjálmur Stefánsson, 7.3.2012 kl. 11:27

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er svo að skilja að þú sért orðinn Vinstri grænn Jón?

Annars má ekki gleyma Halldóri Ásgrímssyni, Finni Ingólfssyni og Valgerði Sverrisdóttur sem beittu sér einnig mjög fyrir einkavæðingu Búnaðarbankans og Landsbankans auðvitað líka.

Geir var fjármálaráðherra þegar einkavæðingarplágan gekk yfir. Þær eru kostulegar ræður þessara stjórnmálamanna frá þessum tímum þá allt lék í lyndi. „Dansinn í Hruna“ rétt að byrja.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2012 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband