Takk Ólafur, þetta er orðið fínt.

 

Ég hef stutt Ólaf Ragnar Grímsson í þetta embætti frá upphafi. Ég hef safnað á meðmælendalista og ég stóð fyrir því í upphafi að opna kosningamiðstöð ásamt fleirum þegar hann bauð sig fram í fyrst.

Ég ætla ekki að hafa um þetta mörg orð en nú er nóg komið að mínu mati. Ef Ólafur ákveður að sitja fjögur ár í viðbót munu deilur um embættið og hann sem persónu magnast enn frá því sem nú er og þykir mörgum nóg um.

Ég skora því á Ólaf að horfa til þess og hætta núna með þokkalegri reisn.

Fjögur ár í viðbót munu skaða ímynd hans sem persónu og veikja forsetaembættið enn meir frá því sem nú er .

Þetta er orðið fínt Ólafur.

 


mbl.is Forsetinn: Þjóðin hefur fylgt mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Held það sé einmitt líka mikilvægt að ríkisstjórnin geri slíkt hið sama og gefi þjóðinni tækifæri til að hreinsa út af þjófþinginu. Færi vel á því að sérhagsmunakíkurnar þar segðu af sér en fyrr verður engin uppbygging í landinu. Fá Eimreiðarstjórnina til að hætta.Annars munu deilurnar magnast og fátæktin verða landlæg.

Einar Guðjónsson, 29.2.2012 kl. 10:08

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Enginn hefur gert jafnmikið fyrir Íhaldið og Ólafur Ragnar.

Enginn hefur sýnt Íhaldinu jafnmikinn stuðning og Ólafur Ragnar.´

Enginn hefur reynst núverandi ríkisstjórn jafnerfiður og Ólafur Ragnar.

Enginn hefur haft jafn mikið gaman af valdinu og Ólafur Ragnar.

Hvenær er komið nóg af því góða?

Einu sinni var talað um að hætta skyldi góðum leik þegar hæst stendur.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.3.2012 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband