Allt í rusli hjá Árna bæjó ?

Bandarískt sorpeyðingarfyrirtæki hefur gert tilboð í sorpbrennslustöð á Suðurnesjum, og stefnir að því að flytja úrgang frá Bandaríkjunum til eyðingar á Íslandi. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir að fyrirtækið verði að standast allar umhverfiskröfur til að gengið verði að tilboðinu.

Ég ætla að trúa því að ég sé að mislesa þetta og þessi frétt hafi aldrei verið skrifuð.

Ég trúi ekki að nokkur sveitastjórnarmaður með sjálfsvirðingu gæti látið sér detta í hug að taka við svona.


mbl.is Vilja flytja úrgang til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það eru nú engar nýjar fréttir að þú misskiljir og rangtúlkir Jón  En hefur þér ekki dottið í hug að sorpflokkun og förgun geti í raun orðið arðvænlegur iðnaður? Ef svo bruni er við nógu hátt hitastig þá veldur hann ekki mengun heldur framleiðir orku.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.2.2012 kl. 17:42

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Að brenna úrgang er góður kostur á köldum svæðum þar sem er orkuskortur.

Að brenna úrgang á svæðum þar sem orkan er til staðar í jarðhita eða vatnsorku er ekki góður kostur. Það vita allir sem hafa kynnt sér þessi mál og ég telst sannarlega hafa kynnt mér þessi mál.

Að flytja síðan úrgang milli landa til að brenna hann eyðir gríðarlegri orku við að knýja hingað þau farartæki sem þarf til auk þess sem útblástur því tengt megnar andrúmsloftið og væri hrein viðbót. Jóhannes ætti kannski að kynna sér hvað þarf að brenna mörghundruðþúsund lítrum af jarðefnaeldsneyti til þess að koma þessu til Íslands.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.2.2012 kl. 18:24

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Flott hjá þér Jón að koma með málefnaleg rök. Það var eiginlega það sem ég var að gagnrýna hjá þér. Þú áttir ekki að hjóla beint í Árna bæjarstjóra þótt þér líki ekki við hans pólitík.  Sumt er bara hafið yfir flokkspólitíkina og Sorpið er eitt af því. Þér til upplýsingar þá er eitt af mínum áhugamálum að öll skip hætti að brenna jarðolíu. Tæknin er til staðar það þarf bara að setja reglur sem skyldar útgerðir til að skipta yfir í t. lifdiesel eða metan eða hvaðeina sem hagkvæmast reynist.  Við sem eyþjóð getum einfaldlega ekki verið háð framboði á jafn ótryggum markaði og markaður með olíu er

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.2.2012 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818178

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband