Grein frá 2002, og núna ætti að að hafast.

Gerum Glerárdal að fólkvangi.  

  Samfylkingin á Akureyri hefur valið framboðslista vegna bæjarstjórnarkosninganna 2002. Það sem einkennir listann er að hann leiðir samhent sveit fólks sem hefur mikla þekkingu á bæjarmálum. Um leið og listinn var kynntur var greint frá helst áherslum í komandi kosningabaráttu. Hin eiginlega málefnavinna er í fullum gangi þar sem fjöldi fólks, fagmenn og áhugafólk eru að móta stefnu framboðsins í smáatriðum.

 Gerárdalur verði fólkvangur. 

  Eitt af því sem Samfylkingin leggur áherslu á er að gera Glerárdal að fólkvangi, og útivistarperlu Akureyringa.

Hvað merkir þetta.Hvað er fólkvangur? Samkvæmt 55. grein náttúruverndarlaga getur umhverfisráðherra , að fengnum tillögum sveitarfélags og áliti Náttúruverndar ríkisins lýst tiltekið svæði landsvæði sem ætlað er til útivistar og almenningsnota fólkvang. Viðkomandi sveitarfélög bera af því allan kostnað að því leiti sem ekki kemur úr ríkissjóði.

 Með slíkum gjörningi er tryggt að notkun dalsins verður nákvæmlega skilgreind.. Þessi gjörningur tryggir það að dalurinn þegar hann hefur verið gerður að fólkvangi muni honum borgið fyrir ásælni efnistöku og annar þeirrar skammsýni sem einkennir gjörninga okkar gagnvart náttúrunni. Það tryggir aðgang afkomenda okkar að dalnum sem náttúruperlu.

  Framhaldið: 

  Þegar þessu formlega ferli er lokið þarf að skipuleggja dalinn til útivistar og notkunnar. Það er grundvallaratriði í upphafi að þau svæði sem skemmd eru þegar af ágangi kynslóðanna verði lagfærð. Það á við í mynni dalsins. Sorphaugum verði lokað. Gömlum efnistökunámum verði lokað og land grætt upp. Vatnstaka verði í sátt við umhverfið.

 

    Dalurinn að vestan er í frábæru samhengi við skíðasvæðin í Hlíðarfjalli. Er hægt að hugsa sér fegurri skíðagönguhring en inn Glerárdal á sólbjörtum degi umkringdur stórkostlegum fjöllum? Fjöllin umhverfis dalinn eru mjög heppileg fyrir áhugafólk um útivist og fjallgöngur. Þar er hægt að velja sér gönguleiðir við hæfi. Erfiðar….léttar og allt þar á milli. Kerling er hæsta fjall í byggð á Norðurlandi og er ögrandi viðfangsefni fyrir alla sem unna útivist. Áhugafólk um jarðfræði fær margt við sitt hæfi í þessari perlu. Ótal merkileg jarðfræðifyrirbæri eru í Glerárdal og ekki eru nema örfáir áhugamenn um dalinn sem vita af þeim fjársjóðum. Ótal margt annað mætti nefna.

 

  Að mínu mati á að leita samstarfs við Ferðafélag Akureyrar um skipulagningu útivistar í dalnum Það þarf að skipuleggja og merkja fleiri gönguleiðir en þegar hefur verið gert. Það á að veita fjármagni til þeirra sem vilja markaðssetja dalinn sem valkost í ferðamennsku á svæðinu. Þar er ónýtur fjársjóður fyrir bæ eins og Akureyri sem mun byggja framtíð sýna að verulegu leiti á ferðamennsku og útivist.

________________

Nú hefur undirritaður tekið sæti í starfshópi sem á að ljúka þessu máli. Árið 2009 var skipaður hópur um þetta verkefni en vegna hrunsins datt það uppfyrir um sinn.

Stundum finnst ég eins og biluð plata þegar kemur að þessum málum en það er óneitanlega gaman að koma að þessu 10 árum eftir að ég skifaði þennan pistil hér að ofan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband