7.2.2012 | 11:52
Framganga sumra er umhugsunarefni.
Umræðan um Vaðlaheiðargöng hefur verið afar ósanngjörn. Svo virðist sem örfáir einstaklingar hafi náð að taka málið í gíslingu og kasta rýrð á forsendur verkefnisins, segir Höskuldur Þór Þórhallsson, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu í dag.
Auðvitað eru skiptar skoðanir um þetta mál eins og flest önnur á Íslandi í dag. Það er varla til það mál sem snýr að uppbyggingu og framkvæmdum sem ekki fer í langa og erfiða umræðu, hvað sem veldur.
Í þessu máli hefur hver skýrslan af annarri litið dagsins ljós og ekki er hægt að segja annað en þær eru í besta falli misvísandi, jafnvel svo misvísandi að maður gæti haldið að verið væri að fjalla um mismunandi mál.
Ég tek undir með Þórhalli hvað varðar að þetta mál hafi verið tekið í gíslingu ákveðinna þingmanna og formanna hagmunasamtaka. Umfjöllun þeirra hefur gjarnan verið neikvæð og sérkennileg. Auðvitað á að skoða svona framkvæmdir og horfa á þær gagnrýnum augum, en þegar niðurstöður liggja fyrir frá fagaðilum eiga menn ekki að halda áfram og gera allt sitt til að gera framkvæmdina tortryggilega og reyna með öllum ráðum að rakka hana niður. Slíkt er ekki til eftirbreytni.
Satt að segja þá hefur mér fundist framganga sumra þingmanna verið sérkennileg og sama hvað er, að öllu er fundið og allt dregið í efa og dregið niður. Reyndar á þetta við í fleiri málum þegar horft er til uppbyggingar atvinnutækifæra og framkvæmda.
Fjármálaráðuneytið hefur látið gera óháða skýrslu og úttekt á málinu og það eru þau gögn sem ráðuneytið ætlar að vinna með, að sjálfsögðu.
Höskuldur Þórhallsson: Vaðlaheiðargöngin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki bara verið að reina svindla sér í röðinni Jón. Maður hefur það á tilfinninguni, en hvað veit ég? En ég er sammála þér með atvinnuuppgygginguna!!
Eyjólfur G Svavarsson, 7.2.2012 kl. 13:18
,,Ef að sumir væru við suma, eins og sumir...." Það væri fínt að fá göng undir Vaðlaheiði, en málið er að umbætur í vegakerfinu eru víða brýnni. Þess vegna þarf framkvæmdin að standa undir sér eigi að taka Vaðlaheiðargöng fram fyrir í röðinni. Um þetta er þykjustu samkomulag, því sumir vilja bara fá göngin strax þótt rækilega hafi verið sýnt frammá að það er ekki bara vafasamt heldur mjög ósennilegt að áætlanir sem stjórn Vaðlaheiðarganga byggir á, og kynnti fyrir þingnefnd, standist. Að reikna megnið af sumarumferðinni í göngin stenst t.d. ekki; ferðafólk mun velja útsýnisferð um Víkurskarð en ekki jarðgöng.
Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.