Skammsýni og forneskja.

Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar telur af þeim gögnum sem liggja fyrir, að Vaðlaheiðargöng geti ekki staðið undir sér sjálf. Mörg verkefni séu brýnni og leggur nefndin til að göngin fari á samgönguáætlun. Bygging ganganna sé of mikil áhætta fyrir skattgreiðendur og hið opinbera.

___________

Fáránleg rök. Áhætta fyrir skattgreiðendur segir formaðurinn og leggur síðan til að skattgreiðendur greiði göngin að fullu. 

Þetta er í besta falli fáránleg rök og algjörlega út í hött.

Í þeim áætlunum sem liggja fyrir eiga notendur sem það kjósa að greiða göngin og ekkert á að falla á skattgreiðendur.

Formaðurinn notar hreinlega fáránleg rök enda leggur hún til að skattgreiðendur greiði þessi göng að fullu í gengum vegaáætlun.

Hvernig er hægt að vera svona skammsýnn og tvísaga ?

Ég held að hér liggi að baki sama verkfælni og ragmennska og varð til þess að Suðurlandsvegur komst ekki til framkvæmda ... en  lagt var til að veggjöld kæmu inn í þá framkvæmd.


mbl.is Vilja Vaðlaheiðargöng á áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú varla dæmi um skammsýni eða forneskju.  Þetta er réttsýni og fyrirhyggja.

Dæmin hræða fyrir norðan.  Hvað fór byggingakostnaður Menningarhússins Hofs langt fram úr áætlun frá því upphaflega var áætlað ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 18:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig væri nú að bjóða einhverjum einkaaðilum að moka þessi göng út á eigin reikning og setja upp tollahlið og rukka það sem það vill fyrir aðgengi að þeim?

Það er nokkurn veginn eina leiðin til að athuga hvort göngin "borgi sig" eða séu svört hola fyrir fé skattgreiðenda. 

Geir Ágústsson, 1.2.2012 kl. 18:37

3 identicon

EKKI GLEYMA HÉÐINSFJARÐAGÖNGUM...????? TVÖFALDAÐIST EKKI KOSTNAÐURINN ÞAR......???? DÆMIN ERU BARA ALLT OF MÖRG ÞEGAR KEMUR AÐ SVONA KJÖDÆMAPOTUM AÐ HÆGT SÉ AÐ TREYSTA Á RÉTTAR UPPLÝSINGAR.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 18:47

4 identicon

Vaðlaheiðargöng var eitt atriði í að efla atvinnu á landinu.  Setja af stað mannaflsfrekar framkvæmdir með eins litlum tilkostnaði fyrir ríkið.  Um var að ræða ríkissábyrgð þar sem ríkið gæti hugsanlega (takið eftir hugsanlega) eftir x ár þurft að borga eitthvað ef áætlanir ganga ekki upp.  Við vitum ekkert hvernig staða ríkissjóðs verður þá en örugglega verður hún betri en í dag.

Síðan ykkur til fróðleiks þá fóru Héðinsfjarðargöng 17% fram úr áætlunum, sjá: http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/2777

Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 19:40

5 identicon

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1220605/

Sæll Jón Ingi,

Takk fyrir frábæra þolinmæði hér á moggabloggi (ég er nú svo heppin að jóni Vali tókst að loka á mig :-)) Hvað um það ég þori ekki að skrifa hjá Páli Vilhjálmssyni, Vilhjálmi Vilhj.syni, Jóni Vali eða Guðmundi Öfgamönnum og þjóðrembum því þeir eru alltaf fljótir að eyða mér eða æsa upp í mér allar viðkvæmar fjölskyldutilfinningar til þess að sýna hversu mikill "þjóðnýðingur " ég er.

Alla vega langar mig til að biðja fólk að íhuga að þessi ummáli verða öll til í sögu Íslands eftir 10 ár og 50 ár og 100 ár 0g 200 ár!

Þú veist hvað ég meina og eyðir þessu ekki.

Kær kveðja

Anna Benkovic Mikaelsdottir (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 19:44

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Anna: Svo Jón Valur hefur lokað á þig! Hann er meiri kallinn. Man ekki hvað hann er búinn að loka oft á mig en vill mig alltaf aftur.

Í þá gömlu góðu daga var talað um „ástarhatur“.

Ekki treysti eg mér að tjá mig um þessa framkvæmd enda oft meira um tilfinningarök en efnahagsleg rök að ræða. En aðra greiða leið á veturna þarf. Á aldrei leið þarna um nema á sumrin og finnst leiðin um Víkurskarð tilbreytingarík og falleg.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.2.2012 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband