Afgerandi munur !

 

Spurt var: Hver er afstaða þín til aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins? Vilt þú halda aðildarviðræðunum áfram eða hætta þeim?

Þeir sem eldri eru vilja frekar halda viðræðum áfram en þeir sem yngri eru. Karlar eru frekar fylgjandi viðræðunum en konur, og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vilja frekar halda þeim áfram en þeir sem búa á landsbyggðinni. Og því meiri menntun og því hærri tekjur sem svarendur höfðu, því frekar vildu þeir halda viðræðum áfram.

Hér er afgerandi niðurstaða...viðræðum skal haldið áfram og það kemur ekki á óvart. Ég heyri á fólki að áhugi á þessu máli er vaxandi og fólk vill vita hvað kemur út úr þessum viðræðum. Kannski skýrir það að hluta þann pirring sem skynja má hjá andstæðingum viðræðna og þess að gerður verði samningur.

Hér könnun sem unnin er á vegum Félagsvísindastofnunar. Í samtali við stjórnanda þessar könnunar kom fram að nauðsyn sé á að könnun sem þessi sé fagleg og gætt að hlutleysi og spurningar á engan hátt leiðandi.

Ljóst var á því sem fram kom að hann virðist telja að einhver tormerki séu á að svo sé og niðurstaða kannana, sumra hverra fram að þessu, afar misvísandi og þá gjarnan þeim í hag sem kaupir eða kostar viðkomandi könnun.

Vonandi heyri ég betur hvað átt er við en ljóst er að Félagsvísindastofnun telur að fagmennsku hafi ekki verið gætt í sumum tilfellum.


mbl.is Helmingur vill viðræður áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, gerði könnunina. Hann segir að kannanir um þetta málefni hafi flestar verið misvísindi hingað til, og að þær hafi sýnt gjörólíkar niðurstöður. Þannig sýni kannanir, sem andstæðingar viðræðna láti gera, andstöðu við áframhaldandi viðræður, og öfugt. Rúnar segir að þetta megi sjá í könnunum hjá fyrirtækjum á borð við Capacent og MMR. „Þarna þarf að gæta að fagmennsku. Það er nú stundum þannig að viðskiptavinir koma með spurningar og jafnvel svarmöguleika og þeir vilja láta leggja þetta fyrir og bjóða til þess greiðslur. Þá verða fyrirtækin að gæta að faglegum sjónarmiðum og passa sig á því að það sé ekki verið að spyrja villandi eða leiðandi spurninga og gefa misvísandi niðurstöður því við viljum jú öll standa faglega að málum og tryggja að þessi upplýsingaöflun sé grundvöllur fyrir upplýstri þjóðfélagsumræðu.“

Jón Ingi Cæsarsson, 29.1.2012 kl. 18:46

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Aðspurður hvort hann telji að þessi fyrirtæki hafi ekki verið nógu fagleg svarar Rúnar: „Ég skal ekki segja en það má segja varðandi þessi mál sem við erum hér að fást við að það hafa verið ágallar á spurningum og framsetningu þeirra hjá þessum fyrirtækjum, því miður. Og það hjálpar ekki umræðunni, og markmiðið hlýtur að vera að umræðan sé málefnaleg og menn byggi á réttum upplýsingum.“

Jón Ingi Cæsarsson, 29.1.2012 kl. 18:47

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef niðurstaðan hefði verið að helmingur vildi hætta viðræðum, myndirðu þá telja það jafn afgerandi niðurstöðu?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2012 kl. 22:05

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Eitt er alveg ljóst og það er að þetta er bara spurning um hvort fólk vilji halda viðræðunum áfram eða ekki og það er allt önnur spurning en hvort fólk vilji í ESB...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.1.2012 kl. 00:17

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rúmlega 30% vilja hætta.

Mikill minnihluti.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2012 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband