Allt annað en niðurrifsplaggið sem RÚV tók upp á sína arma.

Helstu forsendur varðandi stofnkostnað og rekstur Vaðlaheiðarganga eru innan raunhæfra marka, að mati IFS Greiningar sem vann greinargerð í tengslum við fyrirhugaða framkvæmd fyrir fjármálaráðuneytið. Þó er bent á að óvissa ríki um endurfjármögnunarkjör að loknum þriggja ára rekstrartíma ganganna.

Hér kveður við allt annan tón en í niðurrifsplaggi því sem RÚV tók upp á sína arma og birti gagnrýnilaust þrátt fyrir að þeir vissu að á leiðinni væri faglegt mat hlutlausra aðila.

Maður veltir fyrir sér hverra erinda sá maður gekk sem fékk fjölmiðla til að taka upp óvandaða og fjandsamlega skýrslu til umfjöllunar.

En hér höfum við það plagg sem Alþingi og stjórnvöld kölluðu eftir og vonandi fer þetta mál nú úr upphlaupsfarvegi í farveg raunhæfarar umræðu og lausna.


mbl.is Helstu forsendur innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er svo sannarlega best að passa að hlusta aldrei á gagnrýnisraddir. Það er Nýja Ísland, er það ekki?

Þorsteinn Siglaugsson, 10.1.2012 kl. 17:48

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er var öllum í lófa lagið að bíða í þrjá daga eftir þeirri úttekt sem beðið var um og unnin var af hlutlausum aðilum. .... Það er ljóst að skýrsla Pálma var ekki hlutlaust plagg og ábygðarhluti að gefa því það rými sem það fékk í ljósi þess sem var að koma... Það er ekki Nýtt Ísland að gefa hvaða kjaftæði sem er rúm og pláss.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.1.2012 kl. 18:12

3 identicon

Úr upphlaups farvegi í gamla farið, sem er að óprúttnir kjördæmapotarar hafa sitt framm með frekjunni, skattgreiðendur mega þá bara taka taka skellinn ef illa fer.  Engum með glóru í kollinum getur dulist að það er mikil óvissa í þessu máli. Athyglisvert var að fylgjast með opnum fundi Samgöngunefndar. Talsmenn stjórnar Vaðlaheiðarganga sem kom fyrir nefndina virtust mjög óöruggir og engu líkara en að þeir tryðu varla eigin málfluttningi. Og vissulega vantaði mikið á að hann væri sannfærandi. Ljóst er að þau áttu ekki fullnægjandi svör við gagnrýni framkvæmdastjóra FIB sem fram kom á fundinum.  

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 00:27

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er bersýnilegt að þú hefur ekki lesið skýrslu Pálma. Úttekt hans er vel unnin og öfugt við það sem þú segir er hún einmitt hlutlaus, enda ekki greidd af forsvarsmönnum verksins eins og hin skýrslan.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.1.2012 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818200

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband