3.1.2012 | 09:47
Hentistefna og tækifærissinni eru orðin.
Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir undirbúning að stofnun nýs stjórnmálaafls ganga vel og að óbreyttu megi gera ráð fyrir að það líti dagsins ljós í ár. Framboðið verði þannig orðið að veruleika fyrir þingkosningarnar vorið 2013.
Ég hef ekki getað áttað mig á fyrir hvað Lilja Mósesdóttir stendur í pólitík. Allt sem hún gerir einkennist af ósjálfráðum viðbrögðum og hentistefnu.
Ég get ekki ímyndað mér að henni muni lynda betur við samframbjóðendur í nýju fýluframboði, en við aðra fyrrum samstarfsmenn.
Það væri svolítið gaman að komast að því fyrir hvað þessi ágæti þingmaður stendur, annað er upphrópanir í frasastíl og árásir á samstarfsmenn.
Nýtt framboð að verða til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lilja stendur a.m.k. ekki fyrir lygar, svik og mannfyrirlitningu eins og VG og samfylkingin hafa ekki bara sýnt, heldur sannað líka.
corvus corax, 3.1.2012 kl. 10:12
Rétt hjá Corvus. Mig hlakkar til að sjá hvaða fólk leggur nafn sitt við þennan flokk. Vonandi verður þar valinn maður í hverju rúmi, ekki veitir af að fá fólk eins og Lilju með. Fólk sem hugsar um hvað kemur þjóðinni best og hugsar ekki fyrst og fremst um sjálft sig og hvað kemur best út fyrir vini, vandamenn, flokkinn og þ.h.
assa (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 10:23
Þér gengur ekkert annað til en sauðtrygg Samfylkingardindilmennska með þessu niðrandi bloggi þínu um þá ágætu þingkonu Lilju Mósesdóttur, Jón Ingi Cæsarsson, kratapólitíkus á Akureyri. Allt, sem þú skrifar henni til hnjóðs, er raunar meðmæli með manneskjunni. Hún fylgir sinni samvizku og berst fyrir sínum málum, en þið hafið hins vegar ákveðið að svíkja almenning um ykkar loforð um "skjaldborgina". Sjá um það grein Eyglóar Þ. Harðardóttur í Fréttablaðinu í dag: Hvað með millistéttaraulana? Þar segir m.a.: "Nú segja stjórnvöld að ekkert sé frekar hægt að gera fyrir heimilin í landinu." Og lestu svo restina!
Jón Valur Jensson, 3.1.2012 kl. 11:30
Sérstaklega væri ágætt ef Lilja myndi vilja útfæra nánar tillögu sína um að Ísland lýsi sig gjaldþrota og lýsi sig til sveitar hjá Parísarklúbbnum. Hafi sú stefna verið rétt fyrir tveimur árum, og allt gengið á afturfótum (les: gegn ráðum Lilju) síðan í efnahagsstjórninni, ætti að vera enn meiri ástæða til þess nú en þá.
Aðild að Parísarklúbbnum er ekki síður framtíðarsýn en ESB aðild Samfylkingarinnar, hvað þá Sveigjanleg krónuleið (undir hagstjórn FLokksins sem mun fyrr en síðar komast aftur til valda) VG, FLokksins og Framsóknar.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.