Er forseti og forsetaembætti verkfæri hagsmunafla ?

Þegar siðlaus hagsmunaöfl boða að forseta og forsetaembættið skuli misnota og jafnframt að kljúfa þjóðina í fylkingar er illa komið. .. Forseti og forsetaembætti á að vera sameiningartákn en ekki verkfæri hagsmunaafla.

Merkileg þessi skrif og álit sem birst hafa undanfarna daga.

Samkvæmt því sem birtist virðast hagmunaöfl ganga að því sem vísu að forseta og forsetaembættið megi misnota í eigin þágu og til stuðnings þeim málstað sem viðkomandi styður.

Þetta endurspeglar ef til vill það tjón sem núverandi forseti hefur valdið á embættinu með geðþóttaákvörðunum sínum í hinum ýmsu málum.

Þetta er sorglegt og því er fullkomlega tímabært að núverandi forseti hætti, forsetinn er orðin sundrungartákn í stað þess sem embættið að vera það sameiningartákn sem þjóðin þarf á erfiðum tímum.

Ég veit að ýmsum hefði ekki hugnast sú sýn sem blasir við þegar horft er til Bessastaða.


mbl.is Telur forsetann eiga stuðning vísan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar Bjarki var með hárbeittan og fínan pistil um risadverginn Styrmi. Hittir naglann á höfuðið, heldur betur. En þar var Styrmir að fjalla um náskylt mál.

 

„Hvernig á að uppræta fámennið og ættartengslin? Þetta er bara bla, bla í þeim gamla og lausn hans á þessu vandamáli er einna helst að einangra landið og banna vetursetu útlendinga og gaula með þessari hljómsveit með þeim Birni Bjarna og fleirum einhverja þjóðrembingsslagara. Sem nb. er ein höfuðástæða sjallahrunsins. þjóðrembingurinn. Það var þjóðrembingurinn og ofsamennskan sem var ein höfuðástæðan að innbyggjarar flutu sofandi að feigðarósi. Enda var það almenn trú (og er enn) að Íslendingar væru einhvernveginn genatískt frábærari en aðrir heimsbúar og alveg sér í lagi Evrópubúar og N-landabúar“.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 15:15

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ef það kemur einhver aulinn til með að bjóða sig fram á þeirri forsendu að verða einhver puntudúkka fyrir ríkisstjórnina þá er best fyrir þann aðila að sleppa því strax að bjóða sig framm.

Svoleiðis aulum verður ekki stætt á stóli þeim er Forsetaembættið á að vera.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 2.1.2012 kl. 15:28

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Enginn forseti íslenska lýðveldisins hefur skilið þjóðina í eins mikillri óvissu og Ólafur Ragnar. Við erum stöðugt í lausu lofti. Spyrja má um tilganginn? Hvaðan fær hann þessar hugmyndir? Er hann kannski sá að grafa undan íslensku samfélagi?

Íhaldsmenn hefðu einhvern tíma litið á þetta grafalvarlegum augum en nú fagna þeir!

Með von um góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.1.2012 kl. 23:48

4 identicon

Ef væri rassgat á íslensku þjóðinni, þá ætti Haukur heima þar.

Rekkinn (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 00:18

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér sýnist að Ólafur Björn hafi þá skoðun að forsetaembættið sé sambærilegt konugstign á 19. öldinni...en það er víst ekki svo nema við breytum stjórnarskránni í þá veru...og hver vill það ?

Jón Ingi Cæsarsson, 3.1.2012 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband