Mjög fáar undirskriftir.

Rúmlega 10 þúsund undirskriftir hafa nú safnast á vefsíðuna Skynsemi.is þar sem skorað er á Alþingi að leggja til hliðar umsóknina um aðild að Evrópusambandinu en söfnunin hófst í september síðastliðnum.

Þetta mál hefur greinilega lítinn hljómgrunn. Að ekki fleiri skuli hafa skrifað undir segir okkur að það er engin stemming fyrir að draga þessa umsókn til baka enda væri það afar óskynsamlegt og nánast heimskulegt í stöðunni.

Meirihlutinn vill ljúka þessari aðildarumsókn og sjá hvað kemur út úr þessu ferli. Að því loknu og ef út úr því kemur samningur þá greiðir þjóðin um það atkvæði hvort Ísland á að ganga í ESB og ljúka þar með því ferli sem hófst með þátttöku í EES þar sem Ísland er í raun 70% aðildarríki ESB með þeim tæplega 30 Evrópuþjóðum sem þar eru fyrir.

Lýðræðislegan rétt þjóðarinnar mega stjórnmálaflokkar ekki taka af henni með að ákveða framtíð hennar í lokuðum, reykfylltum bakherbergjum eins og sumir stjórnmálaflokkar vilja hafa það.


mbl.is Tíu þúsund skora á Alþingi að setja ESB-umsóknina á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, þetta er nú ósköp klént, þegar horft er á þá staðreynd að alls voru 227.896 kjósendur á kjörskrárstofni fyrir alþingiskosningar 25. apríl 2009!

Hvaða skoðun hafa hinir 217.896 kjósendur?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.12.2011 kl. 16:41

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Svakalega getið þið í ESB trúboðinu alltaf spælingarlegir.

Hlakka mest til að sjá spælingarsvipinn og afsakanir ykkar þegar mikill meirihluti þjóðarinnar mun fyrr en seinna algerlega hafna þessu helsi og sannkallaðri hönd dauðans sem ESB stjórnsýsluapparatið svo sannarlega er.

Búið ykkur frekar undir það, en vera með þessar stöðugu spælingar og ákúrur á okkur sem viljum einfaldlega og heiðarlega hafna þessu ESB rugli !

Gunnlaugur I., 4.12.2011 kl. 16:47

3 identicon

Sammála.is var í gangi þegar fylgi við ESB-umsókn mældist í sögulegum hæðum og henni fylgdi lang umfangsmesta auglýsingaherferð sem farið hefur verið í til stuðnings undirskriftasöfnun á Íslandi. Um leið fékk hún mikla fjölmiðlaumfjöllun.

Þá náðist að safna 15.000 undirskriftum á u.þ.b jafn löngu tímabili.

Í ljósi þess að nokkuð stór hluti fólks veit ekki einu sinni að þessi undirskriftasöfnun er í gangi þá held ég að 10.000 sé nokkuð ásættanlegt.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 18:36

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikill hræðsluáróður hefur verið í gangi gegn EBE. En við hvað eru menn hræddir?

Eru það ekki fyrst og fremst þeir sem vilja óbreytt ástand þar sem viðkomandi geti haft sömu áhrif og þeir hafa haft.

Ljóst er að EBE hefur haft mjög áhrif á stöðu neytenda svo dæmi sé nefnt. Vöruverð lægra, vextir lægri, öryggi og velferð betri en í ósvinnunni eins og hér á Íslandi. 

Auðvitað er ekki spurning um hvort fremur hvenær við verðum EBE þjóð.

Gildir einu hvort örfáir séu á móti.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2011 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband