Fáránleg umræða eða kannski bara brosleg?

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að Jón Bjarnason starfaði sem ráðherra í umboði stjórnarmeirihlutans þótt hann væri sem ráðherra á ábyrgð Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.

„Spurningin um traust beinist fyrst og fremst að hans eigin flokki,"

_____________

Heilsíðuauglýsingin í blöðum í dag er í besta falli kátbrosleg. Að mynda stuðningsmannalið um ráðherra í ríkisstjórn og láta sem himinn og jörð sé að farast sé þar skipt um mann. Slíkt er eðlilegur þáttur stjórnsýslunnar og ég efast um að nokkursstaðar í heiminum færu menn í svona skotgrafir.

Maður gæti hugsað sér svona stuðningsmannayfirlýsingu um fótboltalið eða lið í spurningakeppni en ekki um setu einhvers í ráðherrasæti.

Ég átta mig ekki alveg á því hvað þeir halda að Jón græði á því að kaupa 500.000 króna auglýsingu og hefði gaman að fá um það upplýsingar .... hver borgar ? Það er væntanlega ekkert leyndarmál. ?

Það er skipt um ráðherra og slíkt er oft til góðs. Ráðherradómur er ekki ævistarf. Sumum er skipt út vegna einhverskonar samninga, öðrum vegna endurnýjunar eða breytinga og enn öðrum af því þeir hafa ekki staðið sig, eru umdeildir, eða fara ekki eftir stjórnarsáttmálum.

Menn geta dæmt fyrir sig af hverju kemur til greina að skipta út Jóni Bjarnasyni. !


mbl.is Spurning um traust beinist að VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt rétt... og aftur rétt hjá þér Jón Ingi

Kristinn J (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 16:40

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Jóni skal fórnað á altari ESB.

Ömmi Blanki ætlað að fylgja honum að höggstokknum.

Óskar Guðmundsson, 30.11.2011 kl. 17:04

3 identicon

Þú segir réttilega að "ráðherradómur er ekki ævistarf".  Mörgum af okkar ráðherrum í gegnum tíðina hefur samt tekist að sitja lengi á ráðherrastól. Núverandi forsætisráðherra er eitt dæmi um langa setu og ætti því að þekkja kerfið innan frá.

Mér finnst þessi ummæli sem þú hefur eftir forsætisráðherranum um að umboð Jóns Bjarnasonar sé frá stjórnarmeirihlutanum en ábyrgðin á honum hvíli á "hans eigin flokki" benda til þess að hún og þá væntanlega hennar stjórnarmeirihluti vilji losa sig við þennan starfsfélaga. Hefði þá ekki verið tilvalið að leysa málið innan ríkisstjórnarinnar í staðinn fyrir að gera þessa "samstarfserfiðleika" að enn einu ágreiningsefni þjóðarinnar?

Agla (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 17:21

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það væri eðlilegt að skoða verk annarra ráðherra og þá hvort fleiri ráðherrar ættu ekki að víkja vegna sinna verka.
Saga JS og SJS er ekki falleg í þessari ríkisstjórn.

Óðinn Þórisson, 30.11.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband