Mistök menntamálaráðherra.

"Ekki kann ég við að segja að um sé að ræða undirlægjuhátt gagnvart vinnufélaga á Alþingi og undanlátssemi við þau venjulegu, ófaglegu og óheiðarlegu vinnubrögð sem viðgangast í þessu samfélagi. Ég er feiminn við að nota þessi orð en þegar litið er yfir feril þessa máls frá upphafi blasir við manni slík runa af óheiðarleika, lygum, prettum og ljótum vinnubrögðum að manni verður orðfall. Ég skil ekki hvernig stjórnmálamaður í þinni stöðu getur tekið svona ákvörðun sem í reynd þýðir aðeins að verið er að festa í sessi það sem ætti að uppræta."

Þetta segir Hjörleifur.

Ég kann ekki að meta hvort mat húsfriðunarnefndar á rétt á sér og hvort þetta bréf er of harðort. Þó tel ég að menntamálaráðherra hafi gert mistök með að falllast ekki á skyndifriðun og fá með því tíma til að meta málið í heild sinni án þess að meira verði gert á meðan.

En þeir sem að þessu standa munu nota tækifærið og ljúka þessari byggingu og þá verður vart aftur snúið. Það vitum við vel.

Jafnframt skilur maður hug þeirra sem valdir eru til að leggja mat á faglegum nótum og fá kjaftshögg frá pólitíkusi sem hefur engar forsendur aðrar en tilfinningar eða eitthvað annað í farteskinu.

Af þeim sökum getur maður ekki annað en skilið Hjöleif hvað það varðar... þetta var jú blaut tuska í andlit hans og því miður vinnubrögð sem maður vill ekki sjá hjá stjórnmálamönnum.


mbl.is Segir af sér vegna Skálholts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er þó ánægjulegt að sjá embættismann sem stendur við sína faglegu sannfæringu þrátt fyrir pólitískan þrýsting. Verst að það kostar hann stöðuna.

Hver verður svo ráðinn í staðinn?

Kolbrún Hilmars, 24.11.2011 kl. 15:55

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það "kostar" hann ekkert stöðuna, hann ákveður sjálfur að fara í fýlu og hætta. Mér finnst aftur á móti gott hjá Katrínu Jakobsdóttur að láta ekki menningarsnobbselítuna kúga sig til hlýðni með lítt dulbúnu og dónalegu hótunarbréfi, að hún skuli hugsa sig tvisvar um næst, ef hún ætlar að ganga gegn snobbinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 16:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur Kolbrún og Jón Ingi.  Þetta er bara ljót saga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2011 kl. 17:49

4 identicon

Etv. má segja að þetta tengist baráttu arkitektanna en ekki vernd staðarins í Skálholti sem slíks.

Ágúst J. (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband