Allt á uppleið nema stjórnarandstaðan.

Matsfyrirtækið Standar & Poor's breytti í dag horfum á lánshæfismati ríkissjóðs í stöðugar úr neikvæðum þar sem hagvöxtur hafi tekið við sér á ný.

S&P staðfesti einnig lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, BBB-/A-3, fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar Ríkissjóðs Íslands í erlendri og innlendri mynt.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, að íslenskt efnahagslíf sé á batavegi eftir fall þriggja stærstu viðskiptabankanna. Hagvöxtur hafi tekið við sér að nýju eftir tveggja ára djúpa niðursveiflu.

__________

Efnahagur Íslands á uppleið. Það staðfestir þessi frétt og þegar matsfyrirtækin eru farin að hækka lánshæfimatið eru betri tímar framundan í samskiptum og lánstraust landsins eykst.

Hvaða söng við munum nú heyra frá stjórnarandstöðunni verður fróðlegt heyra. Vafalaust munu þeir finna þessu flest til foráttu og gefa sterklega í skyn að þessu fyrirtæki séu marklaus og þetta skipti engu máli.

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru reyndar að verða hlægilegir með svartagallsrausið sem rímar hvergi við þær staðreyndir sem allsstaðar blasa við.


mbl.is Batnandi horfur að mati S&P
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eitthvað skrítið, og ekki alveg í samræmi við spár ykkar um lánshæfismatið ef við höfnuðum Icesave.......?

Eigum við að rifja upp spár ykkar og fullyrðingar um hvernig við yrðum dæmd í ævilanga vist í ruslflokki ef við ekki tækjum á okkur að greiða 40 miljarða á ári í vexti af einhverjum reikningi sem ríkinu kemur ekkert við?

 HVernig væri nú staðan ef það þyrfti ekki enn að ræða, þrem árum frá hruni að það þyrfti að taka á skuldavanda heimilanna, ,endurreisa bankana, koma hjólum atvinnulífsins af stað, auka atvinnu og ná upp hagvexti?

Nákvæmlega sömu stefnumálin og þegar þessir vesalingar tóku við í byrjun árs 2009?

Allt pikkfast og botnfrosið og vandamálin öll þau sömu og í ársbyrjun 2009?

Það er auðvitað bara bilun að það skuli enn vera að þurfa að ræða nákvæmlega sömu mál og þegar þessi vesalings stjórn tók við og hefur nákvæmlega ENGU komið í verk annað en að hækka skatta.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 19:18

2 identicon

Ef þú LEST þetta álit, þá má segja að það sé einhver bati í kortunum ÞRÁTT fyrir þessa ríkisstjórn, því það sem veldur því að matið sé að rétta úr kútnum er auðvitað í fyrsta öðru og þriðjalagi það að neyðarlögin héldu.. og ríkisstjórnin á ekkert í því.

það sem hins vegar hamlar því að matið verði hærra ERU einmitt aðgerðir og aðerðarleysi þessarar hroðalegu ríkisstjórnar.

EN vonandi fer kreppan einhverntíma, og hún gerir það klárlega. En það sorglega er að við væru komin svo miklu miklu lengra ef við hefðum almennilega ríkisstjórn. :/

Fórnarkostnaðurinn er of mikill. það er enn bullandi verðbólga og viðvarandi launaskrið.

Ég hallast að því að SP meti þetta álíka gáfulega og þegar bankanir fengu ALLIR AAA korteri fyrir hrun

stebbi (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 00:14

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Er þetta ekki sama matsfyrirtæki og rígheldur í AAA einkunn ýmissa af skuldsettustu og verst stöddu hagkerfum heims? Jú einmitt.

Geir Ágústsson, 24.11.2011 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband