Veikur Sjálfstæðisflokkur, ótrúverðug forusta.

 

Bjarni Benediktsson fór með sigur af hólmi í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í dag. Alls greiddu 1323 atkvæði í kjörinu og Bjarni hlaut 55% atkvæða en Hanna Birna Kristjánsdóttir 45%.

Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Mér datt aldrei í hug að Hanna Birna ætti séns á landsfundi þar sem elítan mætir og kýs sinn mann, karlmann af Engeyjarætt með gullskeið flokksins í munni.

Það gat ekki breyst hér.

En niðurstaða þessa landsfundar er flokknum örugglega áhyggjuefni. Hér er endurreistur gamli Sjálfstæðisflokkurinn sem ætlar ekki að kannast við eða gera upp hrunið.

Hér er kosinn formaður með í besta falli rykfallna fortíð í viðskiptum tengdu hruninu og kosning hans er afar veik, næstum með minnsta mun 55-45%

Sjálfstæðisflokkurinn er því eins og hann var, afturhaldsamur hægri flokkur, óljósa eða enga sýn í utanríkis og gjaldmiðilsmálum.

Munurinn er bara sá að nú fengu allir að sjá það opinberlega. Þetta eru í reynd tveir flokkar, næstum klofnir til helminga um formann sinn og afstöðu til utanríkismála.

Það bíða Bjarna erfiðir dagar og þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum þá verður að minna á að aðeins rúmlega helmingur hefur verið að taka afstöðu  í þeim og það er kristaltært að Sjálfstæðisflokkurinn varð ekki valkostur óákveðinna kjósenda eftir þennan skrautlega landsfund.


mbl.is Bjarni sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gott mál, gott mál! Fátt gefur betri nætursvefn en veikur og ótrúverðugur Sjálfstæðisflokkur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.11.2011 kl. 15:56

2 identicon

En hann er því miður trúverðugari en hinir stjórnmálaflokkarnir!

Helga (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 18:23

3 identicon

"Veikur sjálfstæðisflokkur, ótrúverðug forusta." segir jafnaðarmaðurinn ha..ha.., ironic.

Guðmundur (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 22:01

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

FLokkurinn er náttúrulega vonlaus með viðskiptasóða eins Bjarna við stjórnvölinn. Hvað er hann aftur með mörg gjaldþrot á bakinu sem stjórnarformaður? BNT, N1, Vafningur.

LOL, FLokkurinn er að grafa sína eigin gröf og er það kannski vel. Ekki mun ég gráta hann.

Guðmundur Pétursson, 20.11.2011 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband