Hin fullkomna afneitun. Ekkert rangt.

 

Hann sagði, að það hefði ekki verið röng stefna hjá Sjálfstæðisflokknum að búa til frjálst markaðskerfi hér á landi. Sú stefna hefði ekki verið ástæðan fyrir hruni bankanna. En frjálst flæði fjármagns hefði borið í sér hættur sem menn sáu ekki fyrir. Og síðan væru alltaf til staðar menn sem væru tilbúnir til að fara kringum reglur. Niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis hefði verið, að ábyrgðarleysi bankanna hefði orðið þeim að falli.

Það er ljóst á ræðum ráðamanna Sjálfstæðisflokksins að þeir telja að flokkurinn hafi ekki gert neitt rangt og beri enga ábyrgð á aðdraganda hrunsins á Íslandi.

Þetta sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er í fullkominni afneitun og hefur ekkert lært á því sem þeir gerðu rangt í frjálshyggju og einkavæðingarmálum.

Þetta er stórkostlegt áhyggjuefni og greinilegt er að þegar flokkurinn mætir til að stjórna landinu á ný mun það verða gert á nákvæmlega sama hátt og með sömu áherslum og keyrðu þessa þjóð næstum í þrot.

Umhugsunarefni... og þjóðin ætti að fylgast vel með hvað þarna er sagt og ekki síður, HVAÐ ER EKKI SAGT !


mbl.is Rétt viðbrögð við bankahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú snýrð út úr. Hann talar um að stefnan í sjálfu sér hafi ekki verið röng og það hljóta nú allir að sjá og vita. Hann gefur jafnframt í skyn og það er einnig öllum ljóst að ekkert kerfi er svo fullkomið að ekki sé hægt að fara í kringum það og sumt fólk er tilbúið að fara í kringum gildandi reglur. Og þar hefði auðvitað átt að hringja einhverjum bjöllum sem það hefur kannski gert hjá ráðamönnum en þeir sem við öll í þessu landi voru ekki nægjanlega á varðbergi. En hvað sem því líður þá er það rétt hjá Geir að við þurfum að koma sitjandi ríkisstjórn frá hið fyrsta, það hreinlega verður að snúa núverandi stefnu við. Það þolir litla bið. Það er komið að þolmörkum hins almenna íslending hér í landi. Boð og bönn og óhófleg skattbyrði þjaka þá sem enn reyna að draga fram lífið hér.

assa (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 15:03

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sem er hægt að ásaka Sjálfstæðisflokkinn fyrir er að hafa látið það fólk sem nú skipar Samfylkinguna teyma sig til að samþykkja samninginn um evrópska efnahagssvæðið sem formaður Alþýðuflokksins Jón Baldvin Hannibalsson gerði og er stöðugt að hreykja sér af.Það er næsta furðulegt að þeim manni skuli ekki hafa verið stillt upp við vegg.Samningurinn gerði það að verkum að Ísland hrundi.Enda samþykktu Svisslendingar ekki samninginn.Þeir sáu að Jón Baldvin laug og var og er loddari.En það er furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki hafa enn gert upp við Samfylkinguna hvað snertir samninginn. E það hlýtur að koma að því.

Sigurgeir Jónsson, 19.11.2011 kl. 15:39

3 identicon

Sigurgeir.

Þú verður nú að leita dýpra í samsæriskennigafróunnina til að gerast marktækur fylgissveinn Sjallanna.

Mýmargir sökudólgar hafa tekið smjörklýpur úr Valhöll síðustu misseri. Hrunið var Evrópusambandinu,,AGS,,Erlendum kröfuhöfum,,Efta,,,EES,,Steingræimi og Jóhönnu,,Fjármálaeftirlitinu,,Heilvítis bönkunum og eigendum þeirra að kenna.................. Bara ekki sjálfstæðisflokknum.

Símon (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818078

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband