Sjálfstæðisflokkurinn... nýr og ferskur frá himnum.

Sköpun heimsins

1
1Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. 2Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum.

3Guð sagði:

"Verði ljós!"

Og það varð ljós.

4Guð sá, að ljósið var gott, og Guð greindi ljósið frá myrkrinu. 5Og Guð kallaði ljósið dag, en myrkrið kallaði hann nótt.

Það varð kveld og það varð morgunn, hinn fyrsti dagur.  

________________

Þetta datt mér í hug þegar ég hlustaði á Bjarna Benediktsson fráfarandi formann Sjálfstæðisflokksins.

__________________________

Á öðrum degi.... árið 2009, skapaði svo Guð vinstri stjórnina sem ráðið hefur heiminum síðan. Það voru meira að segja efasemdir um að Guð hefði getað gert slík mistök.

En nú er árið 2011 á enda runnið og Guð hefur tekið til við að skapa Sjálfstæðisflokkinn, glænýtt afl sem bjarga mun heimnum og kveikja það ljós sem slokknaði þegar vinstri stjórnin var sköpuð um árið.

Þegar Guð hefur lokið við að skapa þetta glænýja afl þá mun það hefjast handa við að bjarga heiminum frá þeirri ógurlegu vinstri stjórn sem varð til við upphaf lífs á Jörðinni.

Sjálfstæðisflokkurinn mun stíga niður frá himnum umvefja líf á jörðu gylltri birtu og gleði. Betur að hann hefði verið skapaður á undan vinstri stjórninni, þá væri birta og gleði um heim allan.

En þetta afl ljóssins hefur hlutverk... til þess var það skapað á haustdögum 2012, glænýtt og ferskt með sterka framtíðarsýn og óflekað frá himnum.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlutverk... hlutverk sem guð sjálfur hefur úthlutað.


mbl.is Landsfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Ingi, ef þetta guðlega hlutverk XD þýðir að klippt verði á naflastreng 4-flokksins, þá yrði það sannkallað fagnaðarefni.

Það þýddi að aldrei framar myndu 4-flokksapparötin semja sín á milli um afslátt á stefnumálum sínum. Plottin yrðu úr sögunni. Kaupslög og gagnkvæmt bakklór líka.

Að þínu fordæmi leyfi ég mér að segja; Guð láti á gott vita!

Kolbrún Hilmars, 17.11.2011 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband