Þingmenn í vernduðu umhverfi 101 Reykjavík.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í morgun að óska eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á forsendum Vaðlaheiðarganga ehf. en þær gera ráð fyrir því að framkvæmdin borgi sig upp með veggjöldum. Málið er umdeilt innan beggja ríkisstjórnarflokkanna.

Hverjir berjast geng Vaðlaheiðargöngum, göngum sem neytendur ætla að greiða sjálfir ?

Það er formaður FÍB-l og nokkir þingmenn kjördæmanna umhverfis Reykjavíkurtjörn.

Það væri óskandi að þeir hefðu meiri skilning og þroska en svo að þeir tali niður útreikninga færustu sérfræðinga og gaspri með perónulegar skoðanir sínar eins og heilagan sannleika og allir hinir vitleysingar.

Fremstur meðal jafningja í þessum hópi er hinn lítt málefnalegi þingmaður Þór Saari...þingmaður sem ætlaði að slá sig til riddara á Álftanesi þegar húsið var eyðilagt. Hann slagar hátt í formann FÍB-l með ómálefnalegar dylgjur og rökleysu.

Ég held satt að segja að honum færi betur að hafa lægra og hætta að tala af hroka um landsbyggðarframkvæmdir.

Mér finnst allt of algengt að þingmenn, úr öllum flokkum, leggi sig gjarnan fram um að tala niður framkvæmdir og drepa alla neista þeirra sem vilja koma athafnalífi landsins í gang.

Nú fáum við útreikninga ríkisendurskoðunar og það er gott.


mbl.is Endurskoði forsendur ganganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Nú ætla menn að setja ný viðmið í því hvað kallast eigi fjallvegir á Íslandi. Til hamingju Ísland.

Með því að samþykkja að grafa göng undir Vaðlaheiðina, sem ætlað er að leysa af hólmi þann gríðarlega farartálma norðlendinga, - Víkurskarð, eru ný viðmið sett um hvað skal flokkast sem fjallvegur.  Víkurskarð er um 325 metrum yfir sjó.  Ætla má að hér eftir skulu göng grafin, ef fjallvegurinn er 325 metrum  yfir sjó eða meira. 

Ekki trúi ég öðru en að þetta gildi utan Eyjafjarðasvæðisins einnig.  Á Austurlandi lítum við björtum augum til framtíðarinnar. 

Ný göng milli Vopnafjarðar og Héraðs, Seyðisfjarðar og Héraðs, göng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, ein milli Eskifjarðar og Héraðs, milli Djúpavogs og Héraðs og undir Lónsheiðina. 

Hins vegar er maður hugsi yfir skollalleiknum í kringum þessa sérstöku einkaframkvæmd.  Ríkið á 51% á móti 49% annarra, en megnið af fjármagninu kemur frá ríkinu, - samt er þetta einkaframkvæmd.

Fyrir nokkrum vikum var það upplýst, að ekki yrði tekið lán til framkvæmda við samþykkt göng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, en nú er það allt í einu ekkert mál hvað varðar Vaðlaheiðargöng. 

Hvað veldur þessum sinnaskiptum fjárveitingavaldsins?  Er styttra í kosningar en maður hyggur?  Vonandi!

Benedikt V. Warén, 9.11.2011 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818210

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband