HVERFISNEFNDIR OG ÍBÚALÝÐRÆÐI

 

 Á Akureyri eru 9 hverfisnefndir. Virkni þeirra hefur verið mismikil í áranna rás og nefndirnar eiga sín góðu tímabil og síðan önnur síðri. Nefndirnar í Hrísey og Grímsey hafa aðra stöðu en þær sem eru í þéttbýli Akureyrar, hlutverk þeirra er meira og starfið markvissara eins og gefur að skilja.

Hlutverk:

Hlutverk hverfisnefnda er að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á næsta umhverfi sitt. Sem dæmi um starfsemi hverfisnefndar má nefna:

Hverfisnefnd getur staðið fyrir skemmtisamkomum íbúanna.

Hverfisnefnd getur staðið fyrir og auglýst fundi og boðið til þeirra kjörnum fulltrúum, embættismönnum og/eða öðrum aðilum sem mál varðar hverju sinni.

Hverfisnefnd getur beitt sér fyrir bættri umgengni, umhirðu og fegrun í hverfinu.

Hverfisnefnd getur komið með ábendingar um umferðarmál t.d. um umferðarhraða í hverfinu.

Hverfisnefnd getur fjallað um skipulagstillögur varðandi hverfið sem eru í vinnslu hjá bænum og gert athugasemdir í tengslum við grenndarkynningar eða auglýstar breytingar á skipulagi.

Hverfisnefnd getur haft samráð við foreldrafélag grunn
-og leikskóla í hverfinu um málefni barna og unglinga.

Hverfisnefndir hafa upplýsingasíðu á heimasíðu Akureyrarbæjar og bera þær ábyrgð á að koma réttum upplýsingum á framfæri við tengilið Akureyrarbæjar.

Eins og sjá má við lestur þessara reglna er orðalagið afar opið og greinilegt að skyldur þeirra eru ekki miklar. „Getur staðið fyrir" er orðalag sem segir að bæjaryfirvöld líta á þessar nefndir sem hálfgildings klúbba sem „ geta" dundað sér við hitt og þetta þegar þær langar og þegar þær nenna. Þessu þarf að breyta og auka skyldur nefndanna, leggja þeim til fjármagn og skilgreina hlutverk þeirra með miklu ákveðnari hætti. „Hverfisnefnd skal"... þarf að vera inntak þessara reglna og þær þar með gerðar ábyrgari með aukið íbúalýðræði að leiðarljósi. Stjórnmálamenn eru tregir til að gefa af völdum sínum. Akureyri hefur tækifæri til að taka frumkvæði í íbúalýðræði með að auka verkefni og hlutverk hverfisnefnda og gera þær að virkum hluta stjórnkerfisins. Það tækifæri hafa stjórnmálamenn á Akureyri ekki nýtt fram að þessu. Nefndirnar hafa í reynd ekkert hlutverk og eru meira til skrauts og friðþægingar bæjarstjórnarinnar. Reglurnar hér að ofan sína að bæjarstjórnin hefur ekkert ætlað að láta frá sér neitt vald og þær bæta því í reynd engu við íbúalýðræðið.

Þessu þarf að breyta og opna stjórnkerfi Akureyrarkaupstaðar með aukna þátttöku íbúanna í huga. Nú er tækifærið og ljóst að stjórnvöld ætla að nýta sér nefndirnar til aðstoðar við afmælishald bæjarins vegna 150 ára afmælis. Hvernig væri að opna þessar starfslýsingu hverfisnefnda og gera þær að hluta af stjórnkerfinu, og nýta sér þar með kraft og áhuga hins óbreytta bæjarbúa.

( Birtist í Akureyri Vikublað í dag fimmtudaginn 27.10.2011)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband