25.10.2011 | 07:24
Þetta vilja kjósendur Sjalla og Framsóknar aftur.
Dæmi eru um að einstaklingar og félög hafi ekki talið fram tekjur upp á hundruð milljóna króna vegna hagnaðar af afleiðuviðskiptum á árunum fyrir hrun. Þessi viðskipti þrifust í skjóli bankanna sem ekki skiluðu alltaf fjármagnstekjuskatti.
Ekki undarlegt þó Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur engist..
Einavinir þeirra hafa misst allan aðgang að sjálftöku fjármuna þjóðarinnar og það ástand æpa þessir flokkar á að fá til baka.
Og kjósendur eru stundum sjálfum sér verstir.. og þess vegna kalla margir þeirra á þessa tvo flokka til valda á ný.
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa ekki gert hreint fyrir sínum dyrum og að þeir komist til valda á ný er ávísun á sama ástand og við sáum á árunum 1995-2007 þegar þeir þurrkuðu upp sjóði landsmanna og settu landið á hausinn.
En kannski erum við orðin svo vön að láta fara svona með okkur að vaninn kalli á gamla Ísland á ný.
Vantöldu hundruð milljóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll - hvar er endurnýjunin hjá Samfylkingunni með 69 ára gamla konu sem er búin að vera á alþingi síðan 1978.
Hún sat í 4 manna ráðherranend um ríkisfjármál.
Ein spurning sækið þið fundarformið til flokks Pútíns í Rúsllandi - EN ti hamingju með að hafa endurkjörið Jóhönnu sem áframhaldandi aðalritara flokksins -
NEI það er engin forystukreppa í Samfylkingunni.
Annars trúi ég ekki öðru en þú hafir lesið mín blogg um þessa samkomu nýja alþýðubandalgsins.
Óðinn Þórisson, 25.10.2011 kl. 07:36
Enn og aftur eru fjósamenn Samfylkingarinnar að reyna að moka úr eigin fjóshaug yfir á aðra.
Ætli sélegur skjólstæðingur og styrkveitandi Samfylkingarinnar Jón Ásgeir Jóhannesson sé ekki einn stærsti undanskotsmaður Íslandssögunar ásamt fleiri útrásarvíkingum. Þeir bjuggu í Skjaldborg sem þeir keyptu fyrir lítið á uppboði Samfylkingarinnar á pólitískum skjaldborgum.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 08:40
Óttalega er það kjánalegt þegar fólk heldur að ein persóna móti og ráði allri stefnu..en sennilega eru þeim sem eru vanir Davíð Oddssyni eðlilegt að hugsa útfrá því.
Það er alveg sama hvað þú hamast og hvað þú velur þér af fúkyrðum Sveinn....saga geymir staðreyndirnar og þetta með Jón Ásgeir..þú kannski hefur tapað þræðinum.... þeir félagar eru Sjálfstæðismenn og hafa alltaf verið.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.10.2011 kl. 09:02
Samt er svolítið skondið að sjá hvað pirringur stjórnarandstæðinga vex í jöfnu hlutfalli við árangur ríkisstjórnarinnar.
Úti í hinum stóra heimi eru menn steinhisssa á þeim árangri sem hér hefur náðst í endurreisninni en það pirrar Sjálfstæðis og Framsóknarmenn óumræðilega mikið og er orðið óttalega broslegt að fylgjast með þeim.
Þar ert þú framarlega í flokki Óðinn
Jón Ingi Cæsarsson, 25.10.2011 kl. 09:07
Það vill engin að menn komist upp með skattaundanskot, Jón Ingi, nema þeir sem fremja slíka glæpi. Bjánalegt að brygsla kjósendum og/eða stjórnmálamönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um slíkt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2011 kl. 09:15
En nú sé staðan hins vegar sú, að Íslendingar virðist standa betur en margar þeirra þjóða, sem urðu verst úti í hruninu.
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/10/22/island_hefur_ekki_farid_verst_ut_ur_kreppunni/
og þetta gremst stjórnarandstæðinum mjög því dagskipun þeirra er að draga fram dauða og djöful í alla umræðu í von um að ná völdum á ný.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.10.2011 kl. 09:17
Gunnar...ég held að þú vitir alveg hvað ér er að meina.. umhverfið sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur bjuggu til með að veikja og leggja niður eftirlitsstofnanir var ástæða þess stjórnleysis sem viðgekst... reyndu endilega að snúa út úr þessu.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.10.2011 kl. 09:18
Þetta er rangt hjá mér árangurinn er gríðarlegur, leggja niður líknardeild aldraðra á landakoti, örygkjar voru að senda frá álkyktun þar sem þeír lýsa mikilli ánægju með áframhaldandi aðför að þeim, mikil ánægja ríkir á Húsavík að Alcoa hætti við að fjárfessta það og skapa stöf og fagna því að dregið er úr heilbrigðisþjónustu á svæðinu.
Svo það sé alveg á hreinu þá er Jóhanna hvítur engill sem hefur aldrei komið nálægt neinu og Samfylkingin var ekki og bar enga ábyrð haustið 2008.
Björgin G. bankamálaráðherra verður ekki sakaður um að hafa brugðist enda vissi hann ekkert hvað var að gerast.
Það rétt hjá þér Jóni Ingi þetta er allt Sjálfstæðisflokknum að kenna - hann ber ábyrð á fjármálakreppunni sem nú geysar um allan heim.
Ef þú skilur þetta ekki þá er þetta kaldhæðni
Óðinn Þórisson, 25.10.2011 kl. 09:52
Ég veit ekki betur en sá hluti Samfilkingarinnar sem tók þátt í hruninu , sé á leið til Kabul, sem betur fer, en að sjálfsögðu mættu fleiri sossar fljóta með, enda múslima elskendur allir upp til hópa.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 11:55
Það er grátbroslegt að sjá hversu algjörlega Smfylkingin er dottin úr sambandi við íslenskan veruleika. Hér er allt á uppleið hagvöxtur handan við hornið atvinnuleysið er leyst ,það á bara eftir að framkvæma úrbæturnar og svo í lokin eru það sjálfstæðismenn sem svíkja undan skatti, kjósendur og þingmenn.
Einhver lýsti formanni fylkingarinnar Jóhönnu Sigurðardóttur þannig að hún væri: gamla konan með eldspýturnar sem sæti nakin og spinni þráðinn í nýu fötin keisarans. Alla vegana virðast fylgismenn hennar vera algjörlega búnir að yfirgefa raunveruleikann.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 11:59
Fín grein hjá þér Jón
Það má sjá á athugasemdunum að hún hittir vel í mark. Þegar fólk ræðst endurtekið að persónu og útliti manneskju, þá er það frekar skýrt merki um að það hefur fátt merkilegt til málanna að leggja, og líður eitthvað illa með sjálft sig og sína.
Bestu kveðjur og eigðu góðan dag =)
Friðbjörg Jóhanna (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 13:19
"Sér íslensk leið" hvernig Jóhanna leysti atvinnuleysið. Hún flutti það út til Noregs!!
Árangurinn hvað atvinnuleysið varðar, sem hún er að monta sig af, er NÚLL! Enginn! Störfum hefur EKKERT fjölgað!
Atvinnulausir eru í útlöndum, auk þess sem starfshlutfall mjög margra er minna en áður og það fólk sem varð fyrir þeirri skerðingu mælist ekki atvinnulaust. Og þar að auki fóru margir í nám, þegar þeir sáu að útlit fyrir að "helferðarstjórnin" var EKKERT að gera í atvinnumálum. Í raun minna en ekkert, því þessi óstjórn stendur beinlínis í vegi fyrir ýmsum kostum sem blasa við í atvinnuuppbyggingu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2011 kl. 13:40
Hvaða eftirlitsstofnanir voru það sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur lögðu niður, Jón Ingi, og sem hefðu hindrað að hagnaði af afleiðuviðskiptum yrði komið undan skatti?
Var það Ríkisskattstjóri?
Var það Fjármálaeftirlitið?
Ef ekki, hvaða stofnanir voru það þá?
Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2011 kl. 14:17
Til hamingju með nýja gjaldkerann. Fjármálum samspillingar er nú borgið. Hægri hönd Bjöggana og viðskiftafélagi JÁJ og hinna banksteranna sem greinin fjallar um, mun hala feitt inn í sjóði hennar. Rétt sem 2007. Sjá:
http://www.hvitbok.vg/Profilar/VilhjalmurThorsteinsson/
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 22:56
Hrannar B. Arnarson, "einkasonur" Samfylkingarinnar á skrautlegan feril í viðskiptalífinu. Einbeittur brotavilji hans á skatta og bókhaldslögum er væntanlega í boði Samfylkingarinnar.... eða hvað?
Gjaldþrota fyrirtæki Hrannars B. Arnarssonar:
Ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurin er að engjast yfir einhverju, hvað er þá að gerast hjá Samfylkingunni?
Ég held að það sé EKKERT að gerast hjá þeim. "Go figure"
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2011 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.