Sorglegt mál...

Páll Magnússon hefur tilkynnt fjármálaráðherra í dag, að hann muni ekki taka við starfi forstjóra Bankasýslu ríkisins.

Þetta mál er óttarlegt klúður. Ekki ætla ég að hafa skoðun á því hvort pólitísk afskipti gerðu Pál óhæfan, það hef ég ekki hugmynd um.

En það stingur mann óneitanlega að hann hafði hvorki menntun né reynslu af fjármálaumsýslu eða bankastörfum. Það eitt gerir hann lítt hæfan til að gegna svo viðamiklu embætti á þessu sviði.

Úr því Páll var hæfastur að mati stjórnar Bankasýslunnar hafa hinir umsækjendurnir verið algjörlega vanhæfir að þeirra mati.

Í þessari stöðu bar stjórn Bankasýslunnar að hafna öllum og auglýsa á ný... það hefði verið lending sem allir hefðu sæst á.


mbl.is Páll tekur ekki starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í allri umfjöllun útlendinga um pre-hrun, hrun og post-hrun hér á skerinu, er eitt orð eins og rauður þráður, "incompitence."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 18:31

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég átti ágætan fund með góðum vinum mínum úr Samfylkingunni. Sagði þeim að það væru nokkrir aðilar á netinu, sem sæju um það að niðurlægja Samfylkinguna. Fá fólk til þess að halda að þann flokk styddu aðeins undirmálsfólk.

Hvet þig eindegið til þess að tjá þig um öll mál sem þú mögulegast getur. 

Þú gætir samt aðeins hugleitt að stjórn Bankasýslunnar auk sérfræðings frá Capacent, og engir þeirra voru Framsóknarmenn komust að þeirri niðurstöðu að Páll væri hæfastur. Þú hefur eflaust að þínu mati meiri reynslu, þekkingu og menntun til þess að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Hvet þig til þess að upplýsa alþjóð um menntun þína, reynslu og þá þekkingu sem skiptir máli hvað varðar mat á starfsumsóknum. Sérstaklega þá þætti sem gera það að verkum að mat þitt sé trúverðulegt. 

Sigurður Þorsteinsson, 25.10.2011 kl. 20:32

3 identicon

Siggi eitthvað bitur? Siggi trúir því að stjórnsýslan geti ekki gert mistök, það að fá einhverja sérfræðinga til að rita undir eitthvað plagg geri það professional. Pfff. Siggi hefur augljóslega það mikla þekkingu að hann getur gagnrýnt þig. Alveg eins og að ég get gagnrýnt hann. Nei bíddu við, ég er bara að benda á hluti. Ég þarf ekki að vera sérfræðingur til þess. Þess vegna er stjórnsýsla opin og gagnsæ... eða á að vera það. Til þess einmitt að fólk sjái og geti bent á það sem illa fer.

Virðist hafa gert það hér.

Þegar flugfreyjur, dýralæknar og jarðfræðingar ráða(eða réðu) þá er ekki skrítið hvernig fór.

Hallur (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 21:08

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hallur hafðu manndóm til þess að koma fram undir nafni.!

Sigurður Þorsteinsson, 25.10.2011 kl. 22:21

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður Jón Ingi ég er samála.

Sigurður Haraldsson, 25.10.2011 kl. 23:14

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hallur þetta er vissulega spor í rétta átt að Páll Magnússon tók ekki starfið.

Sigurður Haraldsson, 25.10.2011 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband