Póker sem ekki gekk upp.

"Sjálfstæðisfélag Húsavíkur og nágrennis segir að stjórnvöldum hafi nú tekist að koma í veg fyrir að Alcoa reisti álver á Bakka við Húsavík."

Þessi yfirlýsing Sjálfstæðismanna á Húsavík er flokkspólitískur hráskinnaleikur til að koma höggi á stjórnvöld. Þeir vita betur....nema þeir séu alveg úti á þekju.

Álver á Bakka þarf loforð um 400 megavött frá Þeistareykjum.

Fyrir liggur að Landsvirkjun á 200 megavött sem þeir þora að lofa. Það er vegna þeirrar reynslu að jarðhitaorkuver eru óáreiðanleg og árangur óljós fyrr en á hólminn er komið.

Til að menn geri sér grein fyrir hvaða stærðir er verið að tala um má nefna það að Kárahnjúkavirkjun... það risafyrirbæri er 690 megavött.

Það var eitthvað sem ekki var tekið í reikninginn þegar viljayfirlýsing var undirrituð 2006 enda vita menn miklu meira um sklíkar virkjanir nú en fyrir rúmlega 5 árum síðan.

Alcoa var heldur ekki tilbúið að greiða það sem þarf fyrir orkuna. Tímar orkuútsölu eða orkugjafa er liðinn á Íslandi og ég hélt nú satt að segja að það væri ekki ágreiningur um það.

Það hefur komið í ljós að sögn Landsvirkjunar að forsendur eru breyttar síðan þetta var undirritað og því ljóst að þarna voru menn spila nokkuð glannalegan póker án öruggrar niðurstöðu. Hver ber ábyrgð á slíkri áhættu, það þurfa menn að hugsa án æsings og láta eins og gjarnan hefur einkennt umræðu á Íslandi.

En það er í hendi að öflug iðnaðaruppbygging er framundan á Norðausturlandi enda er Landsvirkjun að láta hanna orkuverið og er í viðræðum við marga aðila um kaup á orku og uppbyggingu á Bakka.

Álver er ekki endilega það sem best er í þeirri stöðu sem nú er á Íslandi enda vildu þeir ekki koma... ákvörðunin er þeirra og kemur fáum á óvart.


mbl.is Brugðið fæti fyrir uppbyggingu álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Enn kemur í ljós að atvinnuuppbygging er ekki á dagskránni hjá "stjórninni".

Það hefur nefnilega komið í ljós sannleikur sem engin vill segja.

Það kostar meira að halda úti dreifðri byggð en þéttri.

Óskar Guðmundsson, 18.10.2011 kl. 19:06

2 identicon

Ónýt stjórnvöld,   þarf ekki fleiri orð yfir það.

Ágúst J. (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband