Sjálfstæð þjóð til framtíðar ?

Fjármálaráðherra sat fyrir svörum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag. Hann segir engar almennar skattahækkanir vera í burðarliðnum. „Við erum komin mjög nálægt þolmörkum og þess vegna erum við að fara eins mildilega í þetta eins og við getum“, segir Steingrímur.

Stundum er maður uggandi.

Höfum við getu og fjármuni til að vera sjálfstæð þjóð með fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum ?

Ríkissjóður er rekinn með tapi en þó fyrirséð að núllinu verði náð á næstu árum. En komumst við eitthvað lengra en það. Það er ekki beysið að reka þjóð á núlli. Það verða ekki miklar umbætur eða vöxtur í þjónustu við borgarana með því móti næstu árin.

Sjúkrastofnanir, landhelgisgæsla, lögregla, menntastofnanir, sveitarfélög og margt fleira eiga í miklum rekstarörðugleikum. Gjöldin eru hærri en tekjurnar og öllum tilraunum til niðurskurðar og hagræðingu er mætt með fullri hörku enda vilja borgararnir hafa fyrsta flokks þjónustu, að sjálfsögðu.

Allir telja réttmætt að skera niður og hagræða en helst ekki hjá sér...þannig er það einfaldlega.

En hvaðan eiga fjármunir að koma til rekstar þjónustustofnana hins opinbera ? Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er enga fjármuni að hafa í ríkissjóði. Við eigum einfaldlega ekki fyrir nútímaþjónustu og verðum því að færa gæði hennar niður um einhver þrep. Það er óástættanlegt en hvað skal gera ?

Erum við einfaldlega að horfast í augu við það að við höfum ekki efni á að vera sjálfstæð þjóð með getu til að reka þjóðfélag af bestu gerð samkvæmt vestrænum viðmiðum ?

Vond spurning og óþægileg. Svarið er nefnilega NEI eins og mál hafa þróast. Er von til þess að það breytist ? Svarið er JÁ ef okkur tekst að auka tekjur ríkisins annars er það einfaldlega NEI.

Og þá spyr maður sig.. hvaðan eiga þessar viðbótartekjur að koma ef allt þjóðfélagið er komið að þanmörkum skattheimtu ?

Með erlendum fjárfestingum og innflæði erlends fjármagns segja þá flestir.

Í hinu orðinu æpa menn síðan á hugmyndir um aukna alþjóðavæðingu á Íslandi, svo ekki sé talað um erlent fjármagn til fjárfestinga innanlands. Sumir ganga það langt að kalla það landráð og landsölu.

Andstæðingar aukinnar Evrópusamvinnu eru þarna fremstir í flokki.

Við erum svo innilega ósamkvæm sjálfum okkur og mér hefur sýnst að helsti vandi okkar sé ósamstaða, neikvæðni og heimóttarskapur.

Ef því linnir ekki verðum við að sætta okkur við að vera þjóð sem býr við lágmarksþjónustu, þjónustu sem enganvegin er sambærileg við það besta sem þekkist í dag.

Við verðum annarsflokks Evrópuþjóð með endalausan rekstrarvanda og lágmarksþjónustu í allt of mörgum greinum.

Vonandi höfum við vit til að vakna og skilja þann vanda sem blasir við börnunum okkar og barnabörnum.


mbl.is Erum komin nálægt þolmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ætli ekki stæðsta vandamál okkar sé ekki stefnulaus ríkisstjórn með enga framtíðarsýn.
Því miður varð skjaldborgin um heimilin skjaldborg um völdin.

Það þarf að stokka upp spilin og kjósa.

Vanhæf og getulaus vinstri " velferðarstjórn "

Óðinn Þórisson, 12.10.2011 kl. 17:54

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn...þú hefur sama háttinn á og áður.. lætur sem ekkert hafi gerst í þjóðfélaginu ... þú ættir kannski einu sinni að vera sanngjarn og nefna það að Sjálfstæðisflokkurinn stýrði efnahagmálum landsins í þessar hrikalegu ógöngur og ég sé ekki að það bæti neitt að sá ófögnuður komist til valda á ný til að halda áfram þar sem frá var horfið 2009 .

En getur maður ætlast til sanngirni af Sjálfstæðismanni sem sækir stefnuna í Valhöll til orðs og æðis. ?

Jón Ingi Cæsarsson, 12.10.2011 kl. 18:37

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga framtíðarsýn aðra en komast til valda og kveikja aftur á gamla Íslandi...valdaklíkna og sjálftöku.

Ég lýsi hér með eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum, efnahagsmálum og félagsmálum.. þú mátt eyða heilmiklu plássi ef þú þarft en ég reikna með að þér dugi tvær þrjár línur.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.10.2011 kl. 18:39

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það vakti ótrúlega litla athygli þegar JS lagði til á flokkstjórnarfuindi Samfylkingarinnar þann 29.mai 2011 að nafni og númeri flokksins yrði breytt til að ná til allra innlimunarsinna.
Ég að vissu leyti vorkenni Samfylkingarfólki að þurfa að klappa upp hina 69 ára gömlu Jóhönnu Siguardóttur á næsta landsfundi en það er víst ekkert skárra í boði.
Utanríksstefna Sjálfstæðisflokksins felst ekki í því að fara í sem margir segja óheiðarlegar viðræður við evrópusambandið án umboðs þjóðainnar.
Velferðarstefna Sjáflstæðisflokksins fest ekki í því að brjóta niður LSH með gengarlausum niðurskurði þar sem búið er að fara inn að beini og ekki hægt að skera meira niður en vinsri " velfeðarstjórnin " virðist ekki sjá að ekki sé hægt að ganga lengra - hafðu í huga að ég þekki mjjög vel til þessa málaflokks af persónulegum aðstæðum
Efnahagsstefna flokksins felur ekki í sér að taka upp hanónýta evru heldur skoða möguleka á t.d kanadískum dollar sem ÁPÁ neitar að skoða því hans sjóndeildarhringur nær ekki lengra en esb og taka upp evru.
Félagsmaálastefna felst ekki því að vinna gegn þeim sem minna mega sín og hefur m.a formaður ÓÍ gagnrýnt stefnu vinstri " velferðarstjórnarinnar "
Sjálfstæðisflokkurinn vill gefa fólki tækifæri til að bjarga sér sjálft.

EN hafa ber í huga að þetta er rikisstjórn gamla alþýðubandlagsins og þar af leiðiandi einkaframtak ekki efst á dagskrá.

Ríkisstjórn Jóhönnu Siguðardóttur hefur staðið fyrir mestu fólksflutningum í ýðveldissögunni og nú síðast um helga var frétt um fjólskyldu sem sagði að þetta væri ekki fjölskyluvænt þjóðfélag og var búin að kaupa miiða til Norges aðra leiðina - fóru reynda á Sunnudaga.

En það er pláss fyrir jafnðarmannaflokk því Samfyllkingin hefur löngu sagt sig frá henni EN kannsi sameinast SF Besta með loforð um að svíkja allt.

Nei ég er ekki ósanngjarn í umfjöllun  minni varðandi Samfylkinguna.

Óðinn Þórisson, 12.10.2011 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband