Afturhaldsöflin þrýsta út frjálslyndum þingmönnum.

 

Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna, LFK, harmar þá ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að draga Siv Friðleifsdóttur út úr forsætisnefnd Alþingis. Þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu.

Val Framsóknar á ræðumönnum í sjónvarpi hvaða áherslur skal keyra. Ásmundur Einar fyrir afturhaldið og þröngsýnina, Vigdís Hauksdóttir fyrir öfgana og formaðurinn sjálfur með sína dauðans neikvæðni og niðurrifskjaftæðið.

Síðan er frjálslyndum þingmönnum eins og Eygló og Siv kastað út og settar til hliðar. Ekki má gleyma Guðmundi Steingrímssyni sem gafst upp á þessu fyrr á haustinu.

Þá höfum við það á hreinu hvaða FRAMSÓKN það er sem á að keyra undir stjórn SDG.

Forpokaðan, afturhaldsaman öfgaflokk þar sem undirbúið er samstarf við íhaldið við að halda í gamla Ísland... gamla Íslands flokkanna sem lengst hafa stjórnað og drottnað á Íslandi

 


mbl.is Ósáttar við ákvörðun þingflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gáfust ekki Lilja, Atli og Ásmundur upp á VG - hefur ekki SER verið með ríkisstjórina á skiloði í rúmt ár.
Er það að vera frjálslyndur að styðja innlimun íslands í esb, berjast gegn því að fólk mætti á kjörstað í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave eins og JS gerði eða neita ( Árni Páll ) að skoða að taka upp annan gjaldmiðil eins og t.d kanadískan dollar - og vera ekki með plan B þegar esb - umsókninni verður hafnað.
En það er a.m.k pláss fyrir nýjan jafnarðamannaflokk því SF undir stjórn JS hefur löngu sagt sig frá þeirri stefnu.
Ekki er hægt að hrósa SF fyrir val á ræðumönnum, JS flutti sömu stöðunarræðuna, Katrín ætlar að gera eitthvað síðar og skrifa skýrslur og Magnús Orri telur að hann geti talað sig út úr vandanum  - er það furða þó að það sé að koma fram klofninsframboð úr Samfylkingunni.

Óðinn Þórisson, 6.10.2011 kl. 08:23

2 identicon

Við verðum að koma í veg fyrir að Hrunflokkarnir komist aftur til valda og það gerist aðeins með nýjum flokki, sem er ekki samtök um hagsmuni. Skoðanakannanir benda til þess að Íhaldið og hækjan gætu náð meirihluta, væri aðeins 4-Flokkurinn með framboð. Sjallarnir, ótrúlegt en satt, geta treyst á fast fylgi, 15-20%, sem haggast ekki. Jafnvel mannát gæti ekki komið í veg fyrir það. Þeir voru búnir að vera svo lengi við völd, raða ættingjum og vinum á jötuna í áraraðir og það ræður dómgreindinni í kjörklefanum. Ekki hugsjónin eða hvað sé gott fyrir samfélagið og komandi kynslóðir. Þá ná Íslendingar háum aldri og Sjallarnir hafa alltaf verið hörkuduglegir  að smala saman fólki af elliheimilum og koma þeim á kjörstað, jafnvel á börum. SUS krakkarnir fá þjálfun í þessu. Um hækjuna skulum við hafa sem fæst orð. Formaður hennar, sem laug til um menntun sína, keypti formennsku í Framsókn með fé, sem hans daddy hafði “krækt” í með innherjabraski, all svakalegu. Dr? Sigmundur Kögunarson er fæddur silfurskeiðargutti, í dag eins og sláturkeppur, vafinn í íslenska fánann. Vonlaus populisti.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 08:32

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Haukur!

Þú ert að ná þessu Jón Ingi og batnandi mönnum er best að lifa

Sigurður Haraldsson, 6.10.2011 kl. 08:40

4 Smámynd: Vendetta

Vandamálið með forsætisnefnd Alþingis er að þar eru allt of margar konur, 7 konur á móti 1 karlmanni. Þessu verður að breyta til að fá jafnrétti. En öfgafemínistar eins og Siv eru auðvitað á móti kynjajafnrétti.

Vendetta, 6.10.2011 kl. 09:36

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það verða ekki flokkaklíkur sem munu stjórna Íslandi í framtíðinni, heldur almennir skattborgarar þessa lands. Það eru ennþá búsettir hér duglegir og velviljaðir skattborgarar, sem sumir hverjir vilja vera hér áfram til gagns fyrir samfélagið, ef öfga-einræðis-stjórnvöld drepa ekki allt lifandi hér á landi.

Við skulum bara hafa þetta allt á hreinu, og haga okkur gagnvart öðrum eins og við viljum að aðrir hagi sér gagnvart okkur.

Samfélag verður ekki betra en samstöðu-réttlætiskennd hvers og eins borgara.

Það þvingar enginn stjórnmálaflokkur/maður/kona á Íslendinga eitthvert ESB-klíkukjaftæði, með því að neita almenningi að kjósa um ESB-aðlögun, sem ekki verður hægt að bakka út úr í lok aðlögunar!!!

Höfum þetta bara allt á hreinu!!!

vald.org.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2011 kl. 09:53

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn...það er varla von að þú skiljir orðið frálslyndur í stjórnmálum, það er óþekkt fyrirbæri í miðstýrðum Sjálfstæðisflokki. Þó eru þar þingmenn sem átta sig á því.

Innlima...ertu í lagi ?..um þetta mál greiðir þjóðin atkvæði en þetta er ekki ákveðið í Valhöll eins og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.10.2011 kl. 10:13

7 Smámynd: Sandy

Ekki er ég hissa, í hvert skipti sem umræður fara fram á þingi milli Framsóknr og Samfylkingar er Sif Friðleifsdóttir sammála Samfylkingunni og ætti að ganga þar inn, svo kemur Hreyfingin og toppar það með orðum á borð við, Ég er að mestu leiti sammála Jóhönnu en það mætti aðeins laga þetta til.

Sandy, 6.10.2011 kl. 10:35

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Ingi. Þeir eru ekki í lagi, sem sýna skoðunum fólks vanvirðingu með því að spyrja hvort sá sé ekki í lagi, sem hefur aðra fullkomlega réttláta skoðun en þeir sjálfir!!!

Þeir taka þessi orð mín til sín sem hafa vit á að taka þau til sín.

Guð hjálpi okkur svo öllum "vitlausum" manneskjum þessa heims til að öðlast hið eina "rétta" vit!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2011 kl. 12:06

9 identicon

Sæll; Jón Ingi - sem og aðrir gestir, þínir !

Hvar; er ''frjálslyndi'' Sivjar Friðleifsdóttur fólgið, í hatrömmu ofstæki hennar, gagnvart okkur reykinga fólki, til dæmis, Eyfirðingur góður ?

Meira að segja ég; Stúkumaðurinn, geri öngvar kröfur til, að aðgengi að áfengi sé skert, á nokkurn handa máta, með einhverju reglugerða fargani.

Alveg burt séð; frá þessum flokknum - eða öðrum, Jón Ingi.

Enda; er ég blessunarlega laus, við ok flokks / flokka hollustu, af nokkru tagi, svo sem - svo fram komi.

Sérðu kannski ekki; 2 feldnina, í ranni þessarrar konu, við nánari eftir grennzlan ?

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 20:57

10 identicon

Algjörlega sammála Jón Ingi!  Þvílíkt val á ræðumönnum er ótrúlegt og framkoman við Siv Friðleifs er ömurleg!

Skúli (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband