4.10.2011 | 13:04
Vona að fólk fari að skilja alvöru málsins.
Tvö skothylki fundust í morgun fyrir framan alþingishúsið. Starfsmenn sem voru að þrífa húsið eftir mótmælin í gær fundu þau um kl. 10 í morgun. Bæði hylkin voru með skotunum í.
Öryggisgæsla hefur ekki verið merkileg við Alþingishúsið fram að þessu. Óspektamenn hafa haft opið færi til að meiða alþingismenn og aðra ef þeim hefur sýnst svo og umræðan í tengslum við það sorgleg..sérstaklega hjá formanni lögreglufélagsins.
Ég vona sannarlega að menn farið að skila að heiftin og rætnin eru komin á grafalvarlegt stig og kominn tími til að yfirvöld og aðrir átti sig á því að atburðir á borð við þá sem við höfum séð við Alþingishúsið eiga ekki heima í okkar friðsæla landi.
Þetta er komið út fyrir allt og stöðva þarf ofstækis og ofbeldismenn í því að hafa opið veiðileyfi á þingmenn og aðra.
Fundu skothylki við þinghúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að loknum mótmælunum í gærkvöldi tíndi lögreglan upp allt laustlegt sem lá á stéttinni og umræddum tröppum við gamla innganginn.
Ef skothylkin hefðu verið þar þá hefðu þeir átt að koma auga á þau. Þeim hlýtur því að hafa verið komið fyrir eftir að búið var að taka saman og mótmælum lokið.
Hvernig er það hafa ekki sumir lögreglumenn aðgang að skothylkjum, starfs síns vegna? Ég er ekki að ásaka neinn, bara benda á möguleika...
Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2011 kl. 14:18
Allir sem hafa byssuleyfi hafa aðgang að skotfærum...og örugglega fleiri ef þá langar mikið til þess að ná í slíkt.
Lögregla á Íslandi er ekki vopnuð byssum nema í afar sérstökum tilfellum.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2011 kl. 14:22
Það er mjög fróðlegt að fylgjast með umræðunni um eggjakastið meðal mótmælenda á netinu. Menn tala um leikaraskap Árna Þórs ofl. í þeim dúr. Í yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilanna er fordæming á eggjakasti útþynnt með tali um efnahagslegt ofbeldi. Í raun eru þau að segja að ofbeldi mótmælenda beri að „skilja“ sem viðbrögð við þeirri örvæntingu sem hefur skapast í þjóðfélaginu. Eggjakastararnir eru ofbeldismenn og eins og Svanur Sigurbergsson læknir benti á þá hefðu þeir geta valdið stórslysi með heimsku sinni. Heimskan er hávær og hættuleg.
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.10.2011 kl. 14:26
Hjálmtýr. Ertu semsagt að segja að það sé einhvernveginn betra að gera fólk heimilislaust heldur en að henda eggi í hausinni á þingmanni?
Í mínum huga eru bæði þessi atriði alvarleg og óæskileg. Að benda á það er ekki nein útþynning á nokkrum hlut. Að drepa því á dreif er það hinsvegar.
Sú dagskrá sem Hagsmunasamtök Heimilanna tóku þátt í fór fram á hinum enda vallarins, langt frá girðingunni þar sem nokkrir óánægðir köstuðu eggjum.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2011 kl. 21:33
Við þurfum ekki að vera að þrasa um þetta - eggjakastið er óásættanlegt. Árni Þór hefur ekki gert neinn heimilislausan eftir þ´vi sem ég best veit.
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.10.2011 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.