Friðsamleg og fremur fámenn mótmæli.

Ríflega 1.000 manns voru á Austurvelli í kvöld að mótmæla og sýna samstöðu þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi.

Það er gott að fólk mótmæli og allt annar bragur var á þessum mótmælum eða eggjakastinu á laugardaginn.

En ég er dálítið hissa á hvað þetta er þó ekki fjölmennara miðað við hádramatíkskar lýsingar á atburðarás og ástandinu í þjóðfélaginu sem formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks nota gjarnan í flokkspólitískum orðaleikjum.

Sem betur fer fer ástandið á Íslandi batnandi þó langt sé enn í land og deila megi um hvort vel hafi tekist til eða mál eigi að ganga hraðar.

Það eru bara fáir sem halda því fram að " EKKERT " hafi verið gert enda er það svona " úlfur-úlfur" upphrópun, sem betur fer er það ekki þannig og gott væri að ræða það sem vel gengur af og til svona í bland við svartsýnina.

Allir hafa gott af því af og til að sjá til sólar...það er auðveldara fyrir sálina.


mbl.is Samstaða á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hver hefur rétt fyrir sér? Maður er að heyra tölur frá þúsund upp í þrjú þúsund, eftir því hvaða fjölmiðill á í hlut, eða hvaða maður á í hlut, og hverra flokka hann er?? en mótmælin voru friðsamleg ég er sammála þér í því,Jón Ingi!!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.10.2011 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband