Enn einn stjórnsýsluskandall L-listans.

 

1. Fyrirhuguð lokun á moltuframleiðslu í Hrísey
2011080064

Tekið fyrir erindi frá Hverfisráði Hríseyjar dags. 23 ágúst 2011 ásamt undirskriftarlista íbúa sem mótmæla lokun á jarðgerðarstöðinni Jóru í Hrísey.
Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson, kynnti erindið frá hverfisráðinu og fór yfir þær breytingar á meðferð lífræns úrgangs í Hrísey sem fyrirhugaðar eru og áætlaðan kostnað vegna þessara breytinga.

Umhverfisnefnd lýsir yfir mikilli óánægju með að ákveðið hafi verið að hætta  moltuframleiðslu í Hrísey. Þessi ákvörðun var tekin án samráðs við Hríseyinga og án þess að umhverfisnefnd væri upplýst um málið eða fengið nokkuð um ákvörðunina að segja, þrátt fyrir að fara með stefnumótun úrgangsmála í sveitarfélaginu.

L-listinn er enn úti á túni. Tekin er ákvörðun um að hætta jarðgerð í Hrísey, vöggu jarðgerðar á svæðinu. Vísað er til sparnaðar sem lítt er skilgreindur. Þess í stað á að flytja lífrænan úrgang inn í Eyjafjarðarsveit til jarðgerðar og síðan moltu aftur til baka því svona jarðveg skortir sárlega í Hrísey þar sem hann hefur verið notaður jafnóðum og hann hefur verið klár. Það eru vond skilaboð að flytja langar leiðir með tilheyrandi mengun og vegsliti efni sem hægt er að vinna á staðnum með litlum tilkostnaði.

Það sem er samt sem áður skandall málsins er að þessi gjörningur er stjórnsýslulega rangur og umhverfisnefnd sem fer með málaflokkinn "úrgangsmál" fær ekkert að þessu að vita og ekkert um það að segja. Það er enn eitt dæmið þar sem lögboðnar stjórnsýsluleiðir eru fótum troðnar af L-listanum.

Ljóst er að umhverfismálin eru í tómu tjóni hjá meirihlutanum. Ræða formanns umhverfisnefndar í vor er gott dæmi um hversu innhaldslaus og stefnulaus málaflokkurinn er í höndum meirihlutans.

Nú er lístinn búinn að skipta um enn einn nefndarmanninn, nú formann umhverfisnefndar, og ljóst að sú litla þjálfun sem fráfarandi formaður hafði fengið er farin og þar er staðan á byrjunarreit á ný því formaðurinn nýbyrjaði hefur enga reynslu af stjórnsýslu eða umhverfismálum sveitarfélaga. Ef það er rangt hjá mér þá leiðréttir mig einhver.

Þó má sjá að fulltrúar L-listans í umhverfisnefnd eru jafn óhressir með þetta og fulltrúar minnihlutaflokkanna.

Það eru mörg mál sem ég hefði hug á að lýsa eftir en læt það ógert hér. Þó vil ég geta þess að ég hef ítrekað boðið oddvita ( Oddi Helga ) L-listans í rökræður um umhverfismál á opinberum vettvangi en hann hefur ekki virt mig svars frekar en marga aðra sem eru á öndverðri skoðun við hann í ýmsum málum.





 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband