Yfirbyggður golfvöllur er málið.

 

"Það verður nokkuð erfitt og kostnaðarsamt að búa til golfvöll á Grímsstöðum á Fjöllum." segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Rétt er það og golfvöllur á Fjöllum verður kannski í þokkalega nothæfu standi í tvo til þrjá mánuði á ári..og flatir verða aldrei eins og golfarar vilja hafa þær. Þarna er afar misviðrasamt, og allir sem hafa verið á Fjöllum vita hvað náttúran býður upp á þarna.

En kannski væri ráð að gera þarna upphitaðan, yfirbyggðan völl þar sem hægt væri að spila 12 mánuði á ári, hafa þarna hitabeltisgróður og spegilsléttar, iðjagrænar flatir allan árins hring.

Þá munu flykkjast þangað golfleikarar úr öllum heimshornum og svæðið væri hvalreki á fjörur íslendinga.

Ætli nokkur hafi áttað sig á að ræða þetta viðskiptamódel við kínamanninn?

En það kostar kannski eitthvað smáræði að koma á fót eina 18 holu yfirbyggða golfvelli í heimi...en gæti skilað þeim sem eiga þolinmótt fjármagn.


mbl.is Dýrt að gera golfvöll á Grímsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég leyfi mér að fullyrða að ætli kínamaðurinn sér að reisa þarna golfvöll þá gerir hann það og fær til þess ráðleggingar færustu manna í þeim efnum. Hitt er annað mál að það ætti að vera hægt að reikna og reikna og fá þá einhverja tölu sem maðurinn geti sætt sig við að leigja svæðið á í tiltekinn tíma. Óþarfi fyrir hann að eignast landið enda skilst mér að reglur í mörgum löndum séu á þann hátt að eftir vissan árafjölda eftir kaup þá eignast ríkið landið sjálfkrafa. Það á ekki að vera hægt að afsala útlendingum stórum hluta af landinu.

assa (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband