6.9.2011 | 07:39
Yfirbyggður golfvöllur er málið.
"Það verður nokkuð erfitt og kostnaðarsamt að búa til golfvöll á Grímsstöðum á Fjöllum." segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Rétt er það og golfvöllur á Fjöllum verður kannski í þokkalega nothæfu standi í tvo til þrjá mánuði á ári..og flatir verða aldrei eins og golfarar vilja hafa þær. Þarna er afar misviðrasamt, og allir sem hafa verið á Fjöllum vita hvað náttúran býður upp á þarna.
En kannski væri ráð að gera þarna upphitaðan, yfirbyggðan völl þar sem hægt væri að spila 12 mánuði á ári, hafa þarna hitabeltisgróður og spegilsléttar, iðjagrænar flatir allan árins hring.
Þá munu flykkjast þangað golfleikarar úr öllum heimshornum og svæðið væri hvalreki á fjörur íslendinga.
Ætli nokkur hafi áttað sig á að ræða þetta viðskiptamódel við kínamanninn?
En það kostar kannski eitthvað smáræði að koma á fót eina 18 holu yfirbyggða golfvelli í heimi...en gæti skilað þeim sem eiga þolinmótt fjármagn.
Dýrt að gera golfvöll á Grímsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég leyfi mér að fullyrða að ætli kínamaðurinn sér að reisa þarna golfvöll þá gerir hann það og fær til þess ráðleggingar færustu manna í þeim efnum. Hitt er annað mál að það ætti að vera hægt að reikna og reikna og fá þá einhverja tölu sem maðurinn geti sætt sig við að leigja svæðið á í tiltekinn tíma. Óþarfi fyrir hann að eignast landið enda skilst mér að reglur í mörgum löndum séu á þann hátt að eftir vissan árafjölda eftir kaup þá eignast ríkið landið sjálfkrafa. Það á ekki að vera hægt að afsala útlendingum stórum hluta af landinu.
assa (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.