Afturhalds og öfgaþjóðernisarmurinn að verða undir.

"Landsþing Landssambands framsóknarkvenna samþykkti ályktun um helgina þar sem lýst er heils hugar við stuðningi við ályktun Framsóknarflokksins um að Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins.

Í ályktunni er lýst stuðningi við ályktun Framsóknarflokksins þar sem segir að „Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarnra samninga og samvinnu sem byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. ... Þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu.“

Framsókn logar stafna á milli. Frjálslyndur þingmaður farinn, fjöldi frjáls og framfarasinnaðra Framsóknarmanna farnir. Formaður SUF genginn úr flokkunum ásamt fleiri ungliðum.

Nú álykta Framsóknarkonur að viðræðum við ESB skuli haldið áfram. Nýr formaður Framsóknarkvenna úr öndverðum armi við formanninn, hinn þjóðernissinnaða Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Framsókn logar...Framsókn er að klofna... það er ekki vænlegt að ganga gegn samþykktum flokksins síns þó maður sé formaður og haldi að maður ráði öllu.


mbl.is Framsóknarkonur vilja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón. Hvergi á alýktunni er sagt að viðrður um ESB aðild skuli haldið áfram, þótt ég ætla ekki að verja Framsókn hér.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.9.2011 kl. 16:47

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég gæti svarið að þú værir að lýsa samfylkingunni í einu og öllu, þar sem formaður (eða skyldi maður segja kona) ræður ríkjum með frekju og yfirgangi í afturhalds og öfga stefnu flokksins sem er að koma landinu í ESB með góðu eða illu, kallast það ekki að taka skref afturábak að vilja koma stjórn og löggjafarvaldi landsins aftur út fyrir landssteininn, í þetta skiptið til brussel en ekki norðurlanda kónganna eins og í gamla daga....

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.9.2011 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband