Handónýtur stjórnmálamaður.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur vafa mál að Íslendingar eigi rétt á því að draga 27 Evrópusambandsríki að viðræðuborðinu til þess eins að sjá hvað kemur út úr viðræðum. Þetta sagði hann í umræðum á Alþingi í gær.

Bjarni Benediktsson er handónýtur stjórnmálamaður. Hann er vingull sem skiptir jafn oft um skoðun og sokka. Hef ekki tölu á hvað hann hefur haft margar afstöður til Evrópumála.

Vingulsháttur hans í Icesave verður lengi í minnum hafður.

Fortíð hans er í besta falli vafasöm fyrir formann stjórnmálaflokks. Slík eru sporin í N1 og Vafningsmálum og margoft hefur komið fram.

Svartagallsraus hans er orðið afar þreytandi og hann sér ekkert nema myrkur hvert sem litið er.

Hann hefur ekki stefnu í eina einasta máli...ber aðeins á borð niðurrifskjaftæði.

Þetta kalla ég og öruggleg fleiri " handónýtann stjórnmálamann " þó ekki væri nema fyrir eitt af þeim atriðum sem ég nefni hér að ofan.

En sennilega er hann bara að reyna segja það sem hann heldur að flokksmönnum hans líki...því hann langar svo voðalega mikið að halda áfram sem formaður þó flestum finnist hann lítið hafa í það að gera.


mbl.is Enginn réttur til aðildarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég er heldur ekki hrifinn af Bjarna, mér finnst hann ekki nógu ómyrkur í máli í andstöðunni gegn ESB og ekki efni í flokksleiðtoga. Auk þess hefur hann vafasama fortíð. En eitt er víst: Ríkisstjórnin er handónýt og því fyrr sem hún fellur, þess betra.

Vendetta, 3.9.2011 kl. 17:57

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú ræðst á manninn ekki málefnið. Þessi umsóknarumræða kemur N1 og vafning ekkert við.

En það sem hann er að segja stendst ekki. Við erum í fullum rétti til þess að ræða við ESB og fá sem besta samning fyrir land og þjóð.

ég er sammála Vendetta. Því fyrr sem þessi ríkisstórn fellur því betra.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.9.2011 kl. 18:05

3 identicon

Formaður vill stjórnarformaðurinn fyrrverandi vera. Og notar til þess ýmsa vafninga...

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband