Óheiðarlegur formaður að kljúfa flokkinn.

 

„Það þarf breytta forgangsröðun og það strax. Sigmundur Davíð talar af mikilli skynsemi um þetta mál. Skynsamlegast við núverandi aðstæður væri að leggja ESB umsóknina til hliðar og einbeita sér að þeim verkefnum sem mestu máli skipta,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag. 

Ásmundi virðist það í léttu rúmi liggja að formaður flokksins sem hann flúði til, gangi gegn samþykktum sem stofnanir flokksins hafa falið forustunni að vinna eftir.

Tillaga um að hætta viðræðum var felld í Framsóknarflokknum en þeim ESB andstæðingum er slétt sama um það og þjóna eigin geði og tækifærismennsku, eins og oft áður.

Það hefur brostið á flótti og málmetandi áhrifamenn segja sig úr Framsóknarflokknum einn af öðrum enda eiga frjálslyndir miðjusinnaðir alþjóðasinnar ekkert erindi í flokki þar sem forustumennirnir svíkja gefna stefnu og stefna að einangrun þjóðarinnar.

Framsóknarflokkurinn er orðinn hægri sinnaður íhaldsflokkur, flokkur þar sem hinn almenni flokksmaður skiptir engu máli en formaður og fylgismenn hans svíkja almenna flokksmenn með því að keyra ekki eftir samþykktum stofnana flokksins.

Það er eðlilegt að frjálslyndir flokksmenn forði sér og ég sé ekki að nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins eigi sér nokkra framtíð undir stjórn Sigmundar Davíðs við dynjandi lófaklapp forpokaðsta þingmanns á Alþingi Íslendinga.

( brot úr fréttum dagsins )

Þrír framármenn hafa í dag sagt sig úr Framsóknarflokknum, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins birti grein í Morgunblaðinu þar sem hann leggur til að hætt verði við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Uppfært kl.16.45: Einn þekktur framsóknarmaður til viðbótar, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda og stjórnlagaráðsmaður, boðar á Facebook að hann muni segja sig úr flokknum eftir einhverjar klukkustundir.

http://eyjan.is/2011/08/18/framamadur-haettir-i-framsokn-eftir-grein-sigmundar-sveigt-inn-a-braut-sem-mer-hugnast-ekki/


mbl.is Segir efnahagsstefnuna í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Þessir ágætu framámenn ættu vísast greiða leið inn í flokkinn þinn Jón Ingi. Óttastu eigi þótt Framsókn liðist í sundur. Ég held nú samt, þó að einhverjir sauðir yfirgefi flokkinn að hann eigi samt eftir að hagnast á þessu útspili formannsins. Það er nefnilega ótrúlega lítill en hávær hópur sem hefur áhuga á ESB dæminu eins og staðan er....

Hafsteinn Björnsson, 18.8.2011 kl. 21:22

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvenig væri að fara vað tala um enfisinnihald umsóknar um aðil að ESB? 

Sigurbjörn Sveinsson, 18.8.2011 kl. 23:23

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hafsteinn.... tillaga þessa efnis var felld á flokkþingi Framsóknarflokksins þannig að þessi lítli hópur sem þú kallar var greinilega stærri en hinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.8.2011 kl. 09:39

4 identicon

Það væri munur ef fallir formenn væru jafn heiðarlegir og Jóhanna og fylgja málstað sínum td. varðandi verð og vísitölubindingu lána til enda..   Segi nú ekki annað.

Ágúst J. (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband