16.8.2011 | 10:16
Að berjast við vindmyllur.!
"Umsókn Íslendinga að ESB er ráðgáta, segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í grein sinni í veftímaritinu EU Observer í dag. Hún segir ESB-aðild eina stefnumál Samfylkingarinnar."
Vigdís Hauksdóttir er eins og Don Kíkóti...berst við vindmyllur eins og ýmsir aðrir þingmenn.
Vísað er í skoðanakannanir sem gerðar eru á tíma þegar enginn veit hvað kemur út úr viðræðum. Helst hefur maður á tilfinningunni að ofsahræðsla hafi gripið ESB andstæðinga og þeir óttist að skoðun þjóðarinnar snúist þegar í ljós kemur hvað er í boði og hvað er að vinna.
Þokkalega skynsamt fólk bíður og sér hvað kemur út úr viðræðum, ef það er ásættanlegt að mati þingsins þegar þar að kemur fer samningurinn í þjóðaratkvæði.
Þá er það þjóðin sem ákveður gagn og gæði þess að ganga í ESB, en ekki fullkomlega rakalausar og óupplýstar skoðanir hins fræga DON KÍKÓTA sem barðist við óvígan her vindmylla.
Það er ekki leiðum að líkjast ágæti þingmaður Vigdís Hauksdóttir ... og aðrir þeir sem ekkert vilja vita neitt um málið en vilja meina þjóðinni að ráða framtíð sinni.
Sóun á fé ESB og Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú auðvitað alveg þveröfugt! Það eruð þið Samfylkingarmenn sem berjist við vindmyllur.
Haldið áfram með samningarferlið (les aðlögunarferlið) þó svo að ljóst sé fyrir löngu að aðild að ESB er okkur mjög óhagstæð - og að allur þorri almennings sé á móti því.
Og það sem verra er. Þetta ferli hefur gert samstarf vinstri flokkanna í ríkisstjórn mjög stirt - og leitt til mjög níðingslegra árása Samfylkingarinnar á þá ráðherra VG sem eru gegn aðild.
Ferið er þannig að eyðileggja samstarfið - og mun splundra ríkisstjórninni nú þegar á haustmánuðum ef þessu linnir ekki.
Ofsahræðsla er ekki hjá andstæðingum aðildar, heldur hjá stuðningsmönnum hennar.
Torfi Kristján Stefánsson, 16.8.2011 kl. 10:32
Halló!Halló! Hvað er í boði? Ég hef ekki séð neinar þær ESB reglur sem þegar eru í gildi, sem gagnast almenningi í þessu landi neitt sérstaklega, en þú Jón Ingi, ef svo er hverjar eru þær þá helstar?
Sandy, 16.8.2011 kl. 10:54
,, .....á tíma þegar enginn veit hvað kemur út úr viðræðum."
Hummhumm. Vilji maður ná einhverju fram getur oft verið gagnlegt að plata svolítið þá sem eru í kringum mann, ljúga að þeim. Í því ljósi verður að skoða það stefnumál Sf að ,,skilgreina okkar samningsmarkmið og láta á þau reyna í aðildarviðræðum", öðruvísi fáum við aldrei að vita hvað er í boði. Þegar þetta er látið hljóma sérstaklega spennandi er talað um að ,,kíkja í pakkann", svona eins og á jólunum.
Planið er svo að setja aðildarferlið í gang og vona að allt reddist, t.d. er eftir að spila út spilinu ,,það myndi verða til þess að draga mjög úr tiltrú og velvild gangvart Íslandi innan ESB ef samningnum yrði hafnað".
En það hefur farið minna fyrir því að ,,skilgreina samningsmarkmiðin". Að vísu sagðist Jóhanna hafa kynnt þau fyrir Merkel í sumar. Enginn annar hefur þó fengið að heyra hver þau voru, kannski var Jóhanna búin að gleyma því að loknum fundi. Svo hefur formaður samninganefndarinnar sagt að samningsmarkmiðin verði skilgreind eftir hendinni.
Annars skal ég segja ykkur hvað kemur út úr ,,aðildarviðræðum", hvað er í pakkanum. Það er aðild að ESB, ekkert meira og ekkert minna. Að vísu getur verið að það þýði eitthvað allt annað eftir 10 ár en það gerir núna, það vitum við ekki og ráðum engu um það hvort sem við erum innan eða utan bandalags.
Eins og ég sagði getur oft hjálpað að ljúga svolitlu að þeim sem í kringum mann eru. Það er þó oft skammgóður vermir því oftast nær kemur hið sanna í ljós á endanum. Önnur hætta er svo sú að lygarinn fari sjálfur að trúa eigin lygi.
Hólmgeir Guðmundsson, 16.8.2011 kl. 11:08
Hér er svo sérlausnarpakki Össurar:
"
"
Væntanlegar yfirlýsingar Íslendinga um sjávarútvegsmál vegna aðildarsamningsins, sem varað hefur verið við, munu ekki hafa neitt lagagildi.
Eggert Sigurbergsson, 16.8.2011 kl. 12:44
Þokkalega skynsamt fólk hættir að sóa tíma og fé í þessa vitleysu. Ísland mun ekki ganga í ESB.
Kristinn (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 12:53
Sæll Jón Ingi
Þú kallar fólkið sem styður aðildarumræður skynsamt.
Svo segir þú að skoðanir þeirra sem engan áhuga hafa á aðild séu"fullkomlega rakalausar og óupplýstar" og punktar svo setninguna með að líkja þessum hóp við "DON KÍKÓTA sem barðist við óvígan her vindmylla".
Er það einungis mér sem finnst(a.m.k miðað við texta þeirra í bloggheimum)að samfylkingarmenn telji sig betur upplýsta, betur menntaða og hafa hærri greindarvísitölu en þeir sem utan flokksins standa eða hafa aðra sýn á málefnum líðandi stundar ?
Rauði þráður skrifa þinna er að vel gefið fólk gefi aðild séns.
Það var nú ekkert lítið fjallað um að nei sinnar gegn icesave væru fólk með minni menntun og (nánast sagt beint út) minni greind en já sinnar.
Síðan var þessi hópur sagður ekkert annað en þjóðernissinnað minnimálsfólk, nánast white-thrash.
Já sinnar (oftast samfylkingarmenn) minntust ítrekað á þetta vikurnar fyrir atkvæðagreiðslu, héldu eflaust að meðvirk smámenni mundu trúa því að þeir mundu hoppa upp um greindarmengi ef þeir segðu já.
PR starf vinstri manna fyrir icesave kosninguna ber ekki vott um mikla greind, PR starfið ykkar er líklega skólabókadæmi um lélegasta áróður sem gerður hefur verið, þá er ég ekki einungis að tala um á Íslandi, nei, kúlan öll er tekin með.
Þetta snérist allt í höndunum á ykkur nema þegar þið blönduðuð Vigdísi í málið, það fannst mér sniðugt, ekki vega þess að hún hefur vægi, heldur vegna þess að þegar orðljótir nei sinnar veittust að henni þá fékk málstaður ykkar samúðarstig.
Á 38 ára æfi hef ég fáa hluti lært sem fullkomnar staðreyndir, en eitt hef ég sett sem fasta.. fólkið sem upphefur eigin greind byggða á trú á sínum "fáguðu" skoðunum/lífsviðhorfum er einmitt fólkið sem fellir meðalgreindarvísitölu allra hópa/einstaklinga sem næst þeim standa hverju sinni.
Hvað haldið þið (yfirleitt samfylkingarmenn) að þið séuð ??
Ég vill ekki sjá esb aðild, ekki sjá hana, aldrei.
Trúir þú því Jón Ingi, trúir þú því virkilega að þín skoðun sé þ.a.l "fágaðri" og betur ígrunduð en mín skoðun ?
Þú ert eflaust ágætur einstaklingur Jón, en gerðu það fyrir mig að gefa löndum þínum sem annan málstað verja örlitla virðingu, þú færð hana margfalt til baka.
Bestu kveðjur..
runar (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 13:00
Íslenski Don Kikótinn er Jóhanna Sigurðardóttir. Fæstir í Samfylkingunni skilja það, að það er sama hversu litskrúðugir ESB-pakkarnir eru og innihaldið ljúffengt, það gildir bara rétt á meðan verið er að ljúga að þjóðinni í þeirri veiku von að innganga verði samþykkt.
Þingmenn i Breussel eru ekkert heiðarlegri né meira vandir að virðingu sinni, en samnefnarar þeirra í Samfylkingunni. Fyrst er lofað, síðan er skrifað undir og þá er svikið.
Hvernig var þetta nú í samningunum í vor? Fullt af verklegum framkvæmdum lofað af Jóhönnu og Steingrími, síðan skrifað undir samninga og nú kannast stjórnin ekki við neitt.
Þrautavaraleið stjórnmálamannanna er síðan. "Það var fyrri ríkisstjórn sem lofaði þessu, - við erum ekki bundnir af því". Þannig er leikflettan á Íslandi og þannig eru hún í Brussel einnig. Hættulegustu alþjóðlegu glæpahringirnir eru; - stjórnmálaflokkarnir.
Gleymun ESB. Munum; - brennt barn forðast eldinn. Það ættu Samfylkingarmenn einnig að reyna að tileinka sér.
Benedikt V. Warén, 16.8.2011 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.