Svínað á neytendum.

"27,7% minna seldist af lambakjöti í júlí en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Bændasamtökum Íslands.

Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um skort á lambakjöt á innanlandsmarkaði, en mikið hefur verið flutt út af lambakjöti vegna þess að verð þar hefur verið gott og gengi krónunnar hagstætt. Tölur Bændasamtakanna benda til þess að framboð á lambakjöti hafi verið minna í sumar eða að minni áhersla hafi verið lögð á að auglýsa lambakjöt en áður."

Ekki undarlegt að minna seljist af lambakjöti. Ástæður eru örugglega fleiri en ein en sú stærsta er væntalega að lambakjöt er varla sjáanlegt í verslunum.

Verðið gæti líka spilað stórt.

Bónus á Akureyri var eins og eyðimörk yfir að líta í gær. 5 lambahryggir og breiða af sviðum í frystiborðinu. Annað ekki. Læri hafa ekki sést lengi en bógar hafa verið til en eru nú horfnir.

Ég átta mig ekki á hvorir eru að skrökva þegar fullyrt er að nóg sé til að lambakjöti. Þessar tölur segja ákveðna sögu sem styrkja málflutning verslunarinnar að lambakjöt sé vandfengið og mikill skortur.

Minna trúverðugar eru yfirlýsingar bænda og afurðastöðva um að nóg sé til af kjöti. Það er þá vandlega falið..

En bein niðurstaða af þessu öllu er að það er verið að svína gróflega á neytendum, hver sem á sökina.

Það verður að taka vald af landbúnaðarráðherra sem er höfðupaur þeirra svíninga sem við horfum upp á.

Og svo svarar hann ekki fjölmiðlum sem er auðvitað forkastanlegt þó svo ég viðurkenni að ég skil oft ekki hvað hann er að fara þó í hann náist.


mbl.is 27,7% minna seldist af lambi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er bara ein leið til að taka valdið af landbúnaðarráðherra ?

Er SF tilbúin til að gera það - held ekki.

1.þingmanns meirihluti - patt staða

Óðinn Þórisson, 16.8.2011 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818196

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband