9.8.2011 | 17:47
Flökkusagnaþjóðin. Um að gera að æsa sig strax!
"Með ummælum forsætisráðherra í morgun eru áðurnefnd áform slegin út af borðinu. Kemur jafnframt fram á heimasíðu Framsýnar að þverpólitísk samstaða hafi verið um að stuðla ekki að hækkunum á matvælum með frekari álögum."
Loksins virðist sem tekist hafi að kveða niður þann draug að til stæði að hækka vsk á matvæli, svokallaðan matarskatt.
Auðvitað er þetta ekki neinn sérstakur matarskattur heldur er þetta lægra virðisaukaþrepið af tveimur. AGS hafði lagt til að þessi þrep yrðu sameinuð í einu þar sem það hærra lækkaði og lægra hækkaði.
Og þetta gaf heimsendaspámönnum færi á að smíða mergjaðar mannvonskusögur af ríkisstjórninni og þar fóru fyrir þekktir einstaklingar og sérfræðingar í flökkusögum.
Það væri nú gaman að formaður Framsóknarflokksins nafngreindi nú einu sinni einhverja sem hann notar í þokukenndum fullyrðingum sínum en fjölmiðlar á Íslandi hafa aldrei þol til að fylgja slíku eftir.
Það væri td gaman að vita hvort nokkur fótur var fyrir þessu heldur hafi þetta orðið til í ímyndun þeirra sem alltaf vilja sjá andskota í öllum hornum eða hvort þetta er bara sú þekkta taktík að halda einhverju bulli fram og láta andskotana neita....það held ég að sé stíll formanns Framsóknarflokksins því þetta svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hann mætir með látum og fullyrðir einhverja vitleysu.
Formaður Framsýnar fagnar ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eflaust hefur formaður Framsóknafl. oft gert ýmislegt rangt. Það hafa allir flokksformenn víst gert, ásamt restinni af þjóðinni.
Mikið væri gott, ef einhver ríkisfjölmiðill vilji birta opinberun Sigmundar á því, hvar og hjá hverjum hann fékk þessar upplýsingar. Ég velti því fyrir mér hvað það væri jákvætt skref hjá RÚV.
Það ættu nú einhverjir fréttamenn/konur hjá RÚV að ganga fast eftir því að Sigmundur gefi upp nafn/nöfn á heimildarmönnum í þessu máli. Það myndi opna smá glufu á leyndina, sem er jafn mikið ríkjandi nú og fyrir hrun.
M.b.kv.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2011 kl. 18:29
Þetta er búið að liggja fyrir lengi og í raun engin ný frétt, né sérstakur leki. Hitt er að annað mál að ríkisstjórn JS og SJS hafa stundað það síðustu 2 árin að láta leka út ýmsar skattahugmyndir og kanna viðbrögðin, síðan er öðrum verri skatthækkunum laumað inn bakdyramegin. 2011 = sama aðferð, sama fólk.
Að auki er þetta það sem AGS (IMF) lagði til, nema að ríkisstjórninni datt í hug að fara í 21-22% í stað þess að fara í 20% því að 20% hefðu komið öllum til góða m.a. vegna 2,6% lækkunar vísitölu og þar með skulda heimilanna, en það mátti ekki.
Jón Óskarsson, 9.8.2011 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.