Þroskaleysi þingmanns ? Þroski þingmanns ?

 

"Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki styðja fjárlögin í heild sinni nema leyst verði úr fjárhagsvanda Kvikmyndaskóla Íslands á sanngjarnan hátt."

Það eru 63 þingmenn á Alþingi. Hver og einn þeirra á sér gæluverkefni eða uppáhald.

Ég vona að enginn þeirra sé svo óþroskaður að hann greiði atkvæði gegn fjárlögum í heild sinni þó eitthvað af þessum gæluverkefnum verði ekki alveg eftir þeirra höfði.

Það eru örugglega mörg og mikilvægari mál í næstu fjárlögum en akkúrat gæluverkefni hvers  og eins þingmanns.

Það er glórulaust að stefna þjóðfélaginu í uppnám vegna gæluverkefna einstakra þingmanna.

Það þarf þroska og skynsemi til að sjá stóru myndina.


mbl.is Setur skilyrði fyrir stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Íslensk kvikmyndagerð gæluverkefni ?

hilmar jónsson, 9.8.2011 kl. 20:28

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hver talaði um kvikmyndagerð.. ? Ekki ég. Ég er kannski að tala um 63 þingmenn sem hver og einn á sér gæluverkefni sem er rétthærra en heildarmyndin að þeirra mati.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.8.2011 kl. 20:33

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef svo er munu fjárlög aldrei verða samþykkt á Íslandi framar.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.8.2011 kl. 20:35

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta mál kvikmyndaskólans er eitthvað sem átti að vera búið að leysa, en sennilega fyrir handvömm var ekki klárað.

hilmar jónsson, 9.8.2011 kl. 20:37

5 Smámynd: Guðmundur Björn

....eins og margt annað Hilmar, eins og margt annað.

Guðmundur Björn, 9.8.2011 kl. 21:11

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er þroski þingmannsins Þráins Bertelssonar, að setja lista-menningar-verðmæti í forgang, vegna þess að styrkleikar íslendinga liggja að mestum hluta til, í listrænum hæfileikum, sem ekki flokkast með lögfræðideildinni og fleiri einhliða bókormadeildum.

Við erum Íslendingar, og okkur ber skylda til, að taka tillit til þessara styrkleika, umfram annað mennta-prjál.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2011 kl. 22:09

7 Smámynd: Dexter Morgan

Já það ríður ekki við einteyming vitleysan og heimskan hjá þessum manni. Ekki dettur honum í hug að mótmæla niðurskurði til heilbrigðiskerfisins, til gamla fólksins í landinu, til öryrkja og annara fátæklinga sem eiga bágt. Nei,nú dúkkar upp eitthvert gæluverkefni sem honum þóknast, og þá setur hann ríkisstjórnina undir.

Hann og hans heili ætti heima á tilraunastofu, svona til að geta sýnt fólki í framtíðinni hvernig menn eiga EKKI að haga sér.

Dexter Morgan, 10.8.2011 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband