1.8.2011 | 19:59
Aumir fjölmiðlar - lélegur fréttaflutningur.
Það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með stóru fjölmiðlunum tveimur Stöð 2 og RÚV. Einu fréttirnar sem bárust frá útihátíðum helgarinnar voru fréttir frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Meira að segja tvær fréttir frá Vestamannaeyjum í RÚV.
En að minnst væri á aðrar hátíðir, hvað þá sýndar myndir, af og frá. Þetta er auðvitað ekkert annað en forkastanlegt fúsk og léleg vinnubrögð.
Á Akureyri skemmtu 13.000 manns sér í blíðviðri alla helgina, mikill mannfjöldi var á Siglufirði svo ekki sé talað um hátíðirnar fyrir austan. Ekki orð, þessar hátíðir voru ekki til í 101 - fjölmiðlunum sem eru orðnir sjálfhverfir og lélegir svo ekki sé meira sagt.
Hvað RÚV varðar tengist þetta vafalaus þeirri bitru staðreynd að búið er að drepa svæðisútvarpið að mestu og varla hægt að tala um að starfssemi sé í gangi um landið. Allt fjármagnið fer í 101 elítuna og þaðan er styttra að senda fréttamenn til Eyja til að segja frá roki og rigningu, slagsmálum og nauðgunum en sinna jákvæðum og uppbyggilegum fréttaflutningi úti á landi.
Sennilega verður við að viðurkenna þá bitru staðreynd að útvarp allra landamanna er það ekki lengur og nú er þetta bara sjálfhverfur miðill í Reykjavík. Stöð 2 hefur svo sem aldrei verið neitt til að treysta á í fréttaflutningi á landsbyggðinni þannig að vonbrigðin eru svo sem ekki mikil með þá. Ekki úr háum söðli að detta.
Þétt umferð en minni en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stöð 2 er í 105. Reykjavík og RÚV er í 103. Reykjavík. Svo munu vera kranablaðamenn þaðann á helstu stöðum s.s. Akureyri og Vestmannaeyjum og á svæði sem kallað er Austurlansd. Svaf ekki bara sá á vaktinni á Akureyri ?
Einar Guðjónsson, 2.8.2011 kl. 01:36
Bý sjálfur í 101 og verð ekki var við neina peninga nema nema í sérbílastæði starfsmanna Reykjavíkurborgar og ríkis og sérveitingahús þessarar sömu Nómenklatúru. Er er allt ómálað og óhirt, engar götur slegnar. Í raun táknrænt mjög að arfinn skuli vera að taka allt yfir eins og þjóðfélagið allt. Í haust fer maður svo suður og setur hlerana fyrir og í vor verður allt orðið eina og í Flatey fyrir 10 árum.
Einar Guðjónsson, 2.8.2011 kl. 01:40
Einar...ég var ekki að vitna í heimilsföng þessara stöðva heldur það svæði sem á hug þeirra mestan í fréttaflutningi en það skiptir ekki öllu máli. Kannski ætti ég að segja póstnúmer 101-116 til að gæta sanngirni með fréttastaðsetninguna...og svo fara fréttamen þeirra á Suðurlandsveg og Vesturlandsveg til að láta mynda sig með bíla í bakgrunninn. ... Svo á 900 sérstakan hug útvarpsstjórans eins og heyra og sjá mátti alla helgina.
Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2011 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.