Vald spillir! Af stjórnsýslu L-lista fólksins.

  Ástæða þess að ég sting niður penna er að vekja athygli á aðgerð sem gerð var á síðasta fundi bæjarráðs. Þessi gjörningur lætur ekki mikið yfir sér en segir mikla sögu af hugarfari og einræðislegum tilburðum þess stjórnmálaafls sem fékk alræðisvald á Akureyri í síðustu kosningum. Þá kusu 32% bæjarbúa L-listann og vegna fjölda framboða og lítillar þátttöku færði þetta einu stjórnmálaafli með undarlega og litla framtíðarsýn, öll völd á Akureyri.    Frá kosningum hafa komið upp mál sem hafa sýnt okkur að mikið skortir á lýðræðisást og fagleg vinnubrögð hjá Oddslistanum. Þar má nefna sem dæmi breytingar án heimilda á deiliskipulagi á Oddeyri og afskaplega ófagleg vinnubrögð varðandi deiliskipulag á Hólabrautarreit og reitnum við Umferðarmiðstöðina ásamt ýmsu öðru sem mætti telja upp en ég læt ógert að sinni..

   Á áðurnefndum fundi bæjarráðs var gerð bókun og hér hluti hennar og snýr að lýðræði og hlutverki bæjarfulltrúa og bæjarstjórnar.   Formaður bæjarráðs lagði fram breytingu á fjárhagsáætlunarferlinu sem felur í sér að starfsáætlanir nefnda verði aðeins lagðar fram til kynningar í bæjarstjórn en ekki til samþykktar.Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlunarferli með þeim breytingum sem lagðar voru fram á fundinum.    

 

 

Þetta er stórmál, og minnihlutinn greiddi atkvæði á móti, að sjálfsögðu. Það er hreinlega verið að draga úr vægi og valdi bæjarstjórnar. Starfsáætlanir er einn af hornsteinum stjórnsýslu sveitarfélaga og eðlilegt að þær séu ræddar og bornar upp til samþykktar í bæjarstjórn. Nú ætlar L-listinn að ganga að lýðræðinu með offorsi, og afnema þá sjálfsögðu stjórnsýslu að bæjarfulltrúar samþykki þetta grunnplagg stjórnsýslunnar. Þetta er auðvitað atlaga að grunngildum lýðræðis og eru afleitir stjórnarhættir og full ástæða að hafa áhyggur af því að stjórnmálaafl með alræðisvald nýti það til að draga úr áhrifum rétt kjörinnar bæjarstjórnar.

Ég held að það sé orðin full ástæða fyrir bæjarbúa að fylgjast með hvernig stjórnmálaflokkurinn L-listinn fer með þau völd sem þriðjungur bæjarbúa færði þeim í síðustu kosningum. Vald spillir og þess má sjá í embættisfærslum L-listans aftur og aftur.   

 

Vikudagur 28. júlí 2011.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband